Kasfjord, 385 tonn á 9 dögum!,,2017
Eins og hefur sést á listanum yfir togaranna í Noregi sem er í gangi hérna á Aflafrettir.is þá er ansi góð togaraveiði í Noregi.
Ísfiskstogarinn Kasfjord sem er nú með eldri togurunum sem eru gerðir út í Noregi, því að hann er smíðaður árið 1974 og er því orðin 43 ára gamall.
Togarinn hefur verið að mokveiða núna síðustu daganna í febrúar.
því að aflinn hjá Kasfjord er 385 tonn á aðeins 9 dögum eða tæp 43 tonn á dag.
Síðustu tveir túrarnir hjá Kasfjord hafa verið mikið mok,
Togarinn kom til hafnar 5 febrúar með 125 tonn eftir aðeins þriggja daga veiðiferð eða 41,6 tonn á dag.
tæp 56 tonn á dag
Kasfjord fór síðan aftur út og kom í land eftir aðeins tveggja veiðiferð með 111 tonn, það gerir um 55,5 tonn á dag.
Á undan þessum túrum þá hafði togarinn komið í land með 149 tonn sem fékkst eftir 4 daga á veiðum og gerði það 37 tonn á dag.
Kasfjord Mynd Bergtor Roald Opsett