Keflvíkingur GK 400 á síld sumarið 1941

Í  gær þá fór ég með ykkur í ferðalag, 83 ár aftur í tímann


og við vorum að skoða aflatölur um togaranna Rán 507 yfir síldveiðina árið 1941.

núna ætla ég aftur að fara með ykkur til ársins 1941 og núna skoðum við bát.

þessi bátur sem við skoðum hét árið 1941, Keflvíkingur GK 400, og var báturinn ekki nema eins árs gamall þegar 

báturinn fór á síldveiðar, en þessi bátur var smíðaður árið 1940.  

Reyndar var saga þessa báts ekki löng því hann brann og sökk 80 sjómílur Norðvestur af Garðskaga í júlí árið 1951.

Þessi bátur var 67 tonn af stærð og í áhöfn bátsins samkvæmt aflaskýrslum voru 17 skipverjar

 Sumarið 1941
En síldveiðin hjá þessum báti árið 1941 var eins og hjá öðrum yfir sumarið og hóf báturinn síldveiðar

í júlí og fyrsta löndun var 53,2 tonn til Raufarhafnar.

Eftir það þá landaði báturinn á Siglufirði.

1.ágúst þá kom báturinn með 101,9 tonn í land í einni löndun

og deginum eftir 2. ágúst þá kom báturinn með 102,1 tonn í land

9.ágúst þá hefur líklega báturinn landað þrisvar sama daginn 

því það er skráður á bátinn alls 355,7 tonna afli sama daginn.  

16.ágúst er skráður á bátinn 141,1 tonna afli,  

Allur síldaraflinn hjá bátnum yfir sumarið 1941 fór allur í bræðslu

nema afli sem báturinn landaði 5.september , en þá kom báturinn með 83,8 tonn í land sem allt var saltað..

Síldarvertíðin hjá þessum báti þá rúmlega 2 mánuði sem hann var á síld sumarið 1941 var alls 1139 tonn í 13 löndunum eða 88 tonn í löndun.

Keflvíkingur GK með síld á leið til Siglufjarðar. Ljósmyndari ókunnur


Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso