Keilir SI orðin kvótalaus,2018
Undanfarnar vertíðir þá hefur báturinn Keilir SI komið suður til Njarðvíkur og róið á netum og lagt upp hjá Hólmgrími, sem gerir út Grímsnes GK, Halldór Afa GK og Maron GK,
Keilir SI hefur síðan frá aldamótum verið með nokkuð góðan kvóta eða um 250 til 280 tonn úthlutað miðað við þorskílgildi,
Keilir SI kom síðast á vertíð fyrir sunnan árið 2017 og réri þá til 16 maí,
báturinn kom ekkert suður þessa vertíðina 2018 því að kvótinn var seldur af bátnum
og kaupandinn Hraðfrystihús Hellissands og var allur kvótinn fluttur yfir á Örvar SH
Þetta er nokkuð stór kvóti eða um 280 tonn og mestu munar þar um þorskinn sem er 268 tonn
Miðað við kvótaverð sem var í byrjun desember árið 2017 þá má reikna með að þarna hafi verið sala á um 620 milljónir króna
um bátinn sjálfan Keili SI þá er búið að vera að vinna í honum á Siglufirði að skipta um borð í honum, eða það sem er hvítt á bátnum á myndinni að neðan
Keilir SI Mynd Vigfús Markússon