Kiddi á Betu VE eða Fúsi á Dögg SU,2017
ÞAð er verkfall í gangi , en smábátarnir geta róið og eins og sést á listunum á síðunni þá er veiðin farin að aukast og það ansi mikið. þrír bátar komnir yfir 200 tonnin.
Vigfús Vigfússon skipstjóri á Dögg SU er búinn að fiska alla aðra í kaf á sínum lista bátar að 15 BT og það sem meira er að báturinn er einn af þremur sem yfir 200 tonnin eru kominn.
er hann að fiska alla aðra í kaf á sínum lista??.
ef miðað er við heildarafla þá er svarið JÁ
Enn ef miðað er við stærsta róðurinn þá er svarið ...NEI.
það var birt frétt hérna á Aflafrettir um fullfermis túr hjá Kidda á Betu VE sem kom með 17 tonn í land
hann tók sér smá pásu frá veiðum enn fór svo út 29 janúar og lagði 17 þúsund króka og kom í land með gjörsamlega kjaftfullan bát. því að landað var úr Betu VE 17,9 tonnum og af því þá var þorskur 17,1 tonn.
þetta gerir um 483 kíló á bala
Fúsi á Dögg SU kom sama dag með 17,5 tonn,
Þannig að Kiddi á Betu VE fiskaði Fúsa á Dögg SU í kaf og það eru ekki margir sem afreka það!
Beta VE með fullfermi,Mynd Kristinn Sigurmundsson
Beta VE mynd Guðlaugur B Birgisson