Kiddi GK aleinn á sjó á síðasta degi strandveiða
núna þegar þetta er skrifað þá er strandveiðitímabilið fyrir júní árið 2023 lokið.
það má segja að strandveiðarnar í júní hafi gengið nokkuð vel og bátarnir náð skammtinum sínum auðveldlega
og bátar á svæði D voru með ansi mikinn meðafla
Reyndar þá fór það nú svo núna 29.júní að veður var nú ekki alveg uppá það beta og samkvæmt vakstöð siglinga þá voru 232 bátar á veiðum 29.júní
Nokkrir af þessum bátum náðu að fara í róðra frá svæði A og B og C
Þrír bátar á D svæði
enn á svæði D þá var aftur á móti leiðinda veður og aðeins þrír bátar komust á sjóinn,
það voru Máni ÁR sem var í Grindavík og
síðan tveir bátar i Sandgerði,
Gísli skipstjóri fór á Snorra GK og kom í land um kl 1300.
Johnny og Kiddi
rúmlega um kl 1400 þá fór Jóhann Haukur Þorsteinsson skipstjóri ásamt Óskar Kristinn Vignissyni á bátnum Kidda GK sem er 5,1 tonna bátur, um 8 metrar á lengd
Jóhann er kallaður Johnny og Óskar er kallaður Kiddi.
þegar þeir fóru út þá voru svo til allir hinir strandveiði bátarnir víða um landið á leið í land og þegar leið fram á kvöldið
þá voru þeir einir færabátanna á sjó á öllu D svæði og líka á öllu A svæðinu. og hringin í kringum landið þá voru örfáir bátar á sjó, en í betra veðri.
Johnny sagði að það hefði leiðinda sjógangur þarna úti, og Kiddi var nú á því að þetta hefði verið versta sem hann hefði lent í.
það gekk þó vel hjá þeim og þó þeir væru algjörlega einir á sjó og lentu í engum skakkaföllum.
Þeir voru að veiðum utan við Sandgerði og við Garðskagaflösina og náðu þeir að kroppa upp á milli 500 og 600 kíló.
en nóg til þess að koma aflanum á bátnum Kidda GK yfir 10 tonnin núna í júní.
í Sandgerði eru núna hátt í 70 strandveiði bátar og er Sandgerði ásamt Patreksfirði stærstu strandveiðihafnirnar núna árið 2023.
og því vakti þetta frekar mikla athygli að þeir félagar Johnny og Kiddi voru alveg einir úti á sjó á D svæðinu
Það má bæta við að árið 2022 þá réri Johnny á einum af minnsta strandveiðibátnum sem var á svæði D, Eragon GK en náði þó að troða tæpu einu tonni í bátinn.
Hérna má lesa frétt um Eragon GK
Johnny á Eragon sumarið 2022