Kíkjum aðeins til Noregs, ØKSNESVÆRING,2015
Alltaf gaman að kíkja annars slagið til Noregs og skoða báta þar.
Hérna er einn ansi gamall bátur.
Þessi heitir ØKSNESVÆRING, og er smíðaður árið 1966 enn fór í mikla endurbyggingu árið 1992. Hann er 26,27 metrar á lengd og 6,7 metrar á breidd. Þessi bátur heldur því upp á 50 ára afmæli sitt á næsta ári.
mælist báturinn 184 tonn og í honum er 600 hestafla vél sem var sett í hann árið 1998.
Báturinn er með ágætis kvóta. er hann með 920 tonna ýsukvóta. 330 tonna ufsakvóta og 573 tonna þorskkvóta , allt norðan við 62 breiddargráðuna. Auk þess er hann með 381 tonna síldarkvóta.
Frá áramótum þá hefur báturinn landað 164 tonnum af ýsu.
359 tonnum af ufsa
609 tonnum af þorski
auk 193 tonn af síld.
Merkileg blanda af veiðarfærum sem þessi bátur er með, enn það er dragnót og nótaveiðar.
Núna í Nóvember þá hefur báturinn landað þrisvar alls 81,1 tonni og mest 36 tonn í róðri. af þessum 81 tonnum eru 75 tonn af ufsa.
Mynd Roar Jensen
Mynd Frode Adolfsen