Kingfisher HM-555 að fiska nokkuð vel,2018
Það er mikið af erlendum togskipum og línubátum sem koma til Noregs til þess að landa afla,
núna í febrúar hafa ansi mikið af togurum frá Rússlandi landað afla í Trömsö
Í Noregi hefur líka landað trollbátur sem er gerður út frá Hanstholm í Danmörku,
Þessi bátur heitir Kingfish HM-555.
Þessi bátur er smíðaður árið 2007 og er 31,25 metra langur það er mesta lengd bátsins.
9,3 metra breiður og 6,64 metra djúpur.
Vélin í bátnum er ABS dísel vél sem er frá Belgíu 6DZ er hún um 1500 hestöfl
Lestin í bátnum er gerð fyrir kassa og tekur 1800 kassa. það gerir sirka í kringum 80 tonn af fiski.
Núna í byrjun febrúar þá hefur báturinn landað tvisvar í Noregi, nánar tiltekið í Hönnigsvog
Alls 115,3 tonn. Fyrri túrinn var 54 tonn og af því var þorskur 52 tonn
Seinni túrinn var 62 tonn og af því þá var þorskur 57 tonn,
Kingsfisher Mynd A. Hansson
Kingsfisher Mynd Skipsbilleder