Kleifaberg RE 42 ára með 50 þúsund tonn,2016
Þá er árið 2016 búið og enn einn árið þar sem að elsti frystitogari íslendinga Kleifaberg RE er að gera góða hluti.
Kleifaberg RE var smíðað árið 1974 og fagnaði því 42 ára afmæli sínu. þrátt fyrir þennan aldur þá fór skipið enn og aftur yfir 10 þúsund tonn og það allt sem bolfiskur. því að Kleifaberg RE stundar engar makríl veiðar.
aflaverðmætið hjá togararnum var um 2,5 milljarðar króna og var það þó minnkun á aflaverðmæti uppá 1.2 milljarða því að aflaverðmætið hjá Kleifabergi RE árið 2015 var 3,7 milljarðar.
Þessi gamli öldungur hefur á síðustu fimm árum landað samtals 50 þúsund tonnum og er það allt bolfiskur.
enginn íslenskur fyrstitogari kemst nálægt þessum mikla afla sem að þessi 42 ára gamli frystitogari hefur náð og miðast þessar tölur við bolfisk.
Tveir skipstjórar eru á Kleifabergi RE þeir Víðir Jónsson og Árni Gunnólfsson,
Víðir Jónsson sagði í samtali við Aflafrettir að þessi árangur togarans undanfarin ár megi að stórum hluta skrifast á áhöfn skipsins því að ótrúleg harka og dugnaður í þeim hefur skilað þessum ótrúlega árangri sem að Kleifaberg RE hefur náð á þessum árum. sem dæmi má nefna að togarinn hefur náð að taka 92 tonn í gegnum skipið á einum sólarhring við veiðar í Barnetshafinu.
næsti togari á eftir Kleifabergi RE er Arnar HU sem er kominn með 42 þúsund tonn á þessum sama tíma og Kleifaberg RE er með 50 þúsund tonn.
Kleifaberg RE mynd Markús Karl Valsson