Kleifaberg RE. er myndbandið tilbúningur??,,2017
Inná facebook síðu Aflafretta þá var deilt þar um daginn frétt sem var frá ruv.is um brottkast á Kleifabergi RE. Þarna var verið að sýna myndband sem var tekið árið 2016 og sýndi hausaðan og slægðan fisk sem hent beint útfyrir.
Þetta myndband sem var sýnt á rúv.is vakti gríðarleg viðbrögð og umræður á samfélagsmiðlum og þar á meðal á Facebook síðu Aflafrétta og voru viðbrögð manna ansi hörð.. Ég sjálfur horfði á þetta myndband í fréttinni enn spáði ekki almennilega í það.
Eftir að hafa séð hversu mikil viðbrögð og spurningar menn voru með varðandi myndbandið sem var tekið 2016, þá var ljóst að eitthvað furðulegt var í gangi. í kjölfar þessara miklu viðbragða þá ákvað ég að horfa aftur á myndbandið sekúndu fyrir sekúndu og rannsaka myndbandið aðeins nánar.
Tók ég nokkrar myndir af myndbandinu sjálfur og birtist það hérna að neðan með þessari frétt.
í tenglinum sem ég setti inn á facebook síðu aflafretta þá var skrifað að það liti út eins og skipið væri hannað fyrir þetta,
Var það misskilngur hjá mér að skrifa þetta og vil ég biðja áhöfn Kleifabergs RE afsökunar á því.
hið rétta er að þessi færibönd og lúgan eru slóglúga og fer allt hrat þarna í gegn. t.d hausar, roð, og innyfli úr fiskinum.
Víðir Jónsson skipstjóri á Kleifabergi RE sagði í samtali við Aflafrettir.is að hann fagnaði rannsókn á þessu.
Nánari skoðun á myndbandinu
Skoðum aðeins þetta myndband nánar. ég tók skjábrot af nokkrum hlutum í myndbandinu og það sýnir nokkuð.
t.d að þessi færibönd sem eru í gangi þarna í þessu myndbandi eru EINU færiböndin sem eru í gangi,
efsta myndin hérna að neðan sýnir að vélin sem fiskurinn dettur að er ekki í gangi,
og það sést ekki sála af fólki á dekkinu nema sá sem tók myndbandið.
sem vekur nokkra athygli vegna þess að á hverri vakt er alltaf 10 manns í vinnslunni hverju sinni.
Búið er að setja rauðan hring á myndinrar og innan í hringjunum má sjá að öll myndbönd eru slökkt á og ekki neinn maður sést á dekkinu.
Þetta myndband er ekki í neinum tenglsum við myndböndin sem að Trausti Gylfason tók og voru sýnd á rúv í þættinum kveikur, þar sást áhöfn og öll færibönd í gangi.
Vélin er stopp aðeins færibandið í þessa vél er í gangi og lúgan opin.
Færibandið í gangi enn vinstra meginn má sjá að þar er allt stopp og ekki sést neinn mannskapur
Færibandið vinstra meginn í gangi, enn allt hægra meginn á myndinni er stopp, og ekki sést neinn maður á dekkinu
Myndir Gísli Reynisson teknar af myndbandi sem birtist á Rúv
Kleifaberg RE mynd Vigfús Markússon