Kleifaberg RE, góður túr í Barnetshafið. ,2017

Strax eftir að sjómannaverkfallinu lauk þá fóru nokkrir íslenskir frystitogarar til veiða norður í Barnetshafið.  Þeirra á meðal var togarinn Kleifaberg RE sem hefur átt góðu gengi að fagna þar undanfarin ár.


Togarinn kom til hafnar núna á Akureyri með um 780 tonn af fiski uppúr sjó,

Kleifaberg RE var áður búið að landa í Noregi samskonar afla og alls gerði því þessi túr í Barnetshafið 1542 tonn uppúr sjó.  

Aflaverðmætið var um 450 milljónir króna eða 292 krónur á kílóið.

Allur aflinn í Kleifaberginu RE er flakaður.  

Yfir 70 tonn á dag
Veiðar Kleifabergs RE gengu feikilega vel.  sem dæmi þá kom togarinn til Akureyrar með 777 tonn sem var aðeins eftir um 10 veiðidaga eða um 78 tonn á dag.  þar áður þá hafði Kleifaberg RE landað í noregi um 764 tonnum sem líka var eftir um 10 veiðidaga eða um 76 tonn á dag.


Kleifaberg RE     Mynd Markús Karl Valsson