Klettur ÍS í langri siglingu


Var í smá myndaleiðangri að mynda Indriða Kristins BA sem var á leið til Sandgerðis , eftir að hafa verið 

á veiðum um 25 mílur út frá Sandgerði, í frekar leiðinlegu veðri,

þegar að Klettur ÍS sem er búinn að vera á sæbjúguveiðum frá Breiðdalsvík.

báturinn var að koma þaðan og til Njarðvíkur, og þetta ansi löng sigling, um 48 klukkustunda löng sigling,

Leiðinda veður og þungt í sjónum var mest alla þessa löngu leið, og pusaði vel yfir Klett ÍS þegar hann silgdi fram hjá Sandgerði 

og Garði, en ég elti hann þangað.

Hérna kemur smá myndasyrpa

Fyrstu þrjár myndirnar eru teknar frá Útskálakirkju í Garði

og næstu þrjár myndir þar á eftir eru teknar frá gömlu Loðnubræðslunni í Sandgerði






Myndir Gísli Reynisson