kolmunavertíðin loksins hafin,2017
eins og hefur verið hægt að fylgjast með hérna á síðunni þá hafa norsku skipin verið að fiska ansi vel á kolmunna og landað alls yfir 500.000 tonnum, eða yfir hálfa milljón tonn,
loksins eru íslensku skipin komin af stað á veiðar því að núna er kolmuninn búinn að færast inn í lögsöguna í færeyjum og þar mega skipin vera. reyndar bara 12 í einu, og þurfa því hin að bíða fyrir utan lögsöguna.
í mars þá komu nokkuð skip með smá slatta. Aðalsteinn Jónsson SU kom með 1093 tonn, Jón Kjartansson SU 472 tonn og Vilhelm Þorsteinsson EA 1760 tonn allir í einni löndun,
núna 17 og 18 april þá kom smá hrúga þegar að skip á vegum Síldarvinnslunar á Neskaupstað komu með farma sína,
Börkur NK er alls með 4067 tonn og þar af 2237 sem landað var 17 apríl.
Bjarni Ólafsson AK er með alls 2929 tonn í 2 og þar af um 1650 tonn sem landað var 17 apríl.
Beitir NK er með 4371 tonn í 2 og þar af 3051 tonn sem landað var 18 april.
Verður fróðlegt að sjá hvort að eitthvað íslensk skip nái þeim norsku í afla. Österbris er þar aflahæstur með yfir 21 þúsund tonn
Beitir NK Mynd svn.is