Kolmunnaveiðar á Gissur Hvíta SF, 1983

Þau eru ansi stór skipin sem eru að veiða kolmuna hérna við landið , og eru núna að fara alla leið inn í írsku landhelgina sem tekur um 2 til 3 sólarhringa að sigla á miðin,


árið 1983 þá voru nú skipin sem voru að veiða kolmuna nú alls ekki stóra risastór eða að þau þurftu að sigla svona gríðarlega langt til þess að veiða kolmunna,

Það voru nokkrir bátar sem voru á þessum veiðum og þá aðalega í september.

Einn af þeim og sá eini frá Hornafirði sem var á þessum veiðum var Gissur Hvíti SF 1.  ( sem í dag er Stafnes KE og er saga hans svo til að verða öll því líklegast er hann á leið í pottinn).

Gissur Hvíti SF stundaði kolmunaveiðar í september og gekk ansi vel,

Tæp 600 tonn
Alls landaði báturinn 573 tonnum af kolmunna í 8 veiðiferðum eða 72 tonn í löndun og var stærsta löndunin 142,5 tonn

og næsti túr á eftir var 121,1 tonn sem fékkst eftir 3 daga á veiðum eða 40 tonn á dag

Besti túrinn
besti túrinn var 80,4 tonn sem fékkst eftir aðeins einn dag á veiðum.  

enn veiðisvæðið var djúpt úti af Ingólfshöfða


Gissur Hvíti SF mynd Þorvarður Helgason