Komarno MK-188 Óvenjulegur línubátur,,2017

Í Noregi þá koma þar ansi mikill floti af fiskiskipum til löndunar á fiski.  Þessi skip eru frá mörgum þjóðum, því auk norskra skipa sjálfra þá koma til Noregs skip frá tildæmis Íslandi.  Danmörku og Rússlandi til löndunar.


Flest Rússnesku skipin sem koma til Noregs eru togarar.  Í Bátsfirði í Norður Noregi þá kom þangað til löndunar Rússnesk fiskiskip sem áður var togari enn var breytt í línubát.   

Þessi bátur heitir Komarno MK-188 og er gerður út frá Murmansk í Rússlandi.   Þetta skip er smíðað í Rússlandi árið 1987 og er 54 metrar á lengd og 10,7 metrar á breidd.  mælist um 938 tonn að stærð.

í Bátsfirði þá landaði Komarno alls 172,1 tonni miðað við óslægt og af þeim afla þá var þorskur 95 tonn og ýsa 35 tonn.

Eins og sést á myndunum af skipinu þá er útlit skipsins ansi sérstakt miðað við línubát.


Mynd Magnar Lyngstad

Mynd Lammert Melk