Kóngarnir Grétar Mar og Oddur Sæm



Hérna á aflafrettir þá hef ég verið að birta af og til lista yfir aflahæstu neta, dragnót og línubáta fyrir árið 1995 per mánuð

En það er ekki hægt að  horfa á árið 1995 án þess að minnast  á kónganna sjálfa,

það er nefnilega þannig að árið 1995 þá voru aðeins tveir bátar sem náðu að fiska yfir 2000 tonnin það ár

og það voru ekki línubátar eða trollbátar

nei það voru netabátar,

þetta voru bátarnir Stafnes KE og Bergur Vigfús GK.

mjög frægir netaskipstjórar voru á þessum bátum og þeir báðir áttu það sameiginlegt að stundað netaveiðar í tugi ára samfleytt 

og alltaf fiskuðu þeir vel.

þarna er ég að tala  um Odd  K Sæmundsson sem var skipstjóri á Stafnesi KE

og Grétar Mar Jónsson sem var skipstjóri á Bergi Vigfús GK,

saman þá báru þessi tveir skipstjórar höfuð og herðar yfir aðra skipstjóra árið 1995 því þeir réru mjög mikið og fiskuðu langmest

STafnes KE var með 2476 tonna afla í 156 róðrum eða 15,9 tonn í róðri

og Bergur Vigfús GK var með 2229 tonn í 158 róðrum eða 14,1 tonn í róðri,

stór hluti af aflanum hjá þeim var ufsi og t.d nefna að í ágúst 1995 þá landaði Bergur Vigfús GK 263 tonnum í 21 róðri 

og í Nóvember þá var báturinn með 200 tonn í aðeins 7 róðrum og mest 57 tonn í einni löndun,

Oddur Sæm á Stafnesi KE komst í nokkur skipti yfir 60 tonn í einni löndun, eins og t.d risamánuðurinn febrúar 

þegar að Stafnes KE landaði 435 tonnum í 18 róðrum og mest 68 tonn í löndun,

Þó svo að þessi afli yfir 2000 sé mikill þá var hann ekki einsdæmi fyrir þessa skipstjóra, fer nánar í það seinna.

Oddur Sæmundsson lést núna í apríl árið 2020, 70 ára að aldri,


Stafnes KE Mynd SVeinn Ingi Þórarinsson


Bergur Vigfús GK þarna Skógey SF mynd Sverrir aðalsteinsson
 


Grétar Mar Jónsson


Oddur Sæmundsson