Kornesfisk með ágætis kvóta og afla,2015

Var að renna yfir Norsku skipaskránna og þar er ýmislegt merkilegt að finna,


ætla að leyfa ykkur að sjá hérna einn bát sem ég fann,


Fann þar t.d bát sem heitir Kornesfisk.  Sá bátur er gerður út í bænum Alta sem er í Norður Noregi.  þar búaum 20 þúsund manns.  

Þessi bátur er smíðaður úr Áli árið 1999 og endurbyggður árið 2002.  er báturinn 27 metrar á lengd, 7,3 metrar á breidd og er með 850 hestafla vél og mælist báturinn 230 tonna.

Báturinn er með ansi góðan kvóta,

og miðast sá kvóti við norður af 62 breiddargráðunni,
er með um 1400 tonna kvóta og af því er um 600 tonn af þorski.
auk þessa þá er báturinn með um 340 tonna síldarkvóta,

báturinn stundar veiðar í nót og hefur fiskað ansi vel núna síðastu tvær vikurnar.

Hefur báturinn landað 197 tonnum í aðeins 6 róðrum eða 33 tonn í róðri.  og stærsta lönduninn var 66 tonn og var það allt ufsi,

Frá áramótum 1 janúar árið 2015 þá hefur báturinn samtals landað 1077 tonnum og af því er 535 tonn af þorski.


Mynd Eriksen