Kristinn ekki lengur SH. ,2019
Það eru ekki margir stóri bátar sem stunda línuveiðar núna sem eru ennþá á bölunum. svo til allir bátarnir eru hættir á bölum og komnir á beitningavél,.
Þó er einn bátur sem hefur haldið sig við balanna alveg frá því báturinn kom fyrst til landsins.
Er það Kristinn SH 812 sem er gerður út frá Ólafsvík.
Þar sem að Kristinn SH er að róa með bala þá fær hann línuívilnun, enn það fá bátar sem stundað línuveiðar með bölum eða stokkum.
hvað er línuívilnum, jú í lögum segir þetta um það,
Dagróðrabátar á línuveiðum geta í einstökum róðrum landað afla umfram aflamark í þorski, ýsu og steinbít. Þessi heimild er þó bundin við ákveðið hámark í hverri tegund og skilgreind tímabil.
ef lína er beitt í landi þá landað 20% umfram þess afla sem reiknast til kvóta, enn ef stokkað er í landi þá má reikna 15%.
núna í nóvember þá hefur KRistinn SH landað alls 95,5 tonní 13 róðrum og af því þá er línuívilnum 12,4 tonn, sem þýðir að 83 tonn voru til kvóta,
Þó er eitt kanski merkilegast við þetta en báturinn sjálfur Kristinn SH hefur alltaf verið skráður í Ólafsvík en núna er búið að færa skráningu bátsins
til Skagastrandar, en báturinn er búinn að vera að róa þaðan í allt haust.
er báturinn núna Kristinn HU 812 og með heimahöfn skráða á Skagaströnd,
Kristinn SH núna Kristinn HU mynd Vigfús Markússon