Kristján Aðalsteins GK 305
Þá er lokalistinn fyrir grásleppubátanna kominn á aflafrettir
og inná þeim lista er Nýr bátur ef bát skyldi kalla
enn málið er að uppsjávarskipin eru að veiða nokkurt mikið magn af grásleppu
sem meðafla við veiðar sínar á makríl og síld
og ég vildi koma þeim afla saman á grásleppulistann,
enn það er frekar asnalegt að hafa listann og hafa bara uppsjávarskip
svo ég hef því ákveðið
að búa til " bát" sem heitir nafninu Kristján Aðalsteins GK 305,
þetta nafn er í raun nafn sem ég hafði löngu því ákveðið að ef ég myndi kaupa mér bát þá myndi hann heita þessu nafni
og allt á sér þetta tenginu.
Kristján og Aðalsteinn eru báðir afar mínu og GK 305 er frá Hlýra GK sem frændur mínur þeir Þorgeir og Ómar áttu,
enn ég fór mína fyrstu sjóferð á þessum báti þegar ég var 14 ára gamall á handfæri,
þannig að já Kristján Aðalsteins GK 305 verður því á grásleppulistanum og er þá með aflann frá uppsjávarskipunum
og hann byrjar sinn fyrsta lista í sæti númer 100
Hlýri GK mynd Snorri Snorrason