Kristján HF seldur,2018
Nýverið var greint frá ansi stórri sölu smábáts í krókakerfinu, þegar að Vísir ehf í Grindavík keypti Óla Gísla GK ásamt öllum kvóta um 484 tonn,
rétt þar áður þá var reyndar annar 15 tonna bátur sem er líka í krókakerfinu seldur ,
þar er um að ræða Kristján HF sem að Grunnur ehf gerði út. Grunnur ehf gerir líka út samskonar bát sem heitir Steinunn HF og er Grunnur ehf að láta smíða nýjan 30 tonna plastbát samskonar og Vésteinn GK er
Kristján HF var seldur kvótalaus og fór hann á Snæfellsnesið
Gylfi scheving Ásbjörnsson sem er skipstjóri á Tryggva Eðvarðs SH keypti bátinn og mun nýi báturinn fá nafnið Þorsteinn SH
Gylfi sagði samtali við Aflafrettir að hann myndi gera bátinn út á handfæri og þegar þetta er skrifað þá hann búinn að fara í 2 róðra og búinn að landa 9,7 tonnum sem er nokkuð gott miðað við handfæri. tæp 5 tonn í hvorum róðri,
Tryggvi Eðvarðs SH er kominn til Sandgerðis og er verið að fara að byggja yfir bátinn ásamt nokkrum öðrum minniháttar breytingum ,
Þorsteinn SH verður einungis gerður út á handfæri enn Gylfi sagði að með bátnum hefði fylgt línubúnaður og því væri hann góður varabátur ef Tryggvi Eðvarðs SH bilar
Kristján HF mynd Jóhann Ragnarsson Verður Þorsteinn SH