Kristrún RE á Akureyri
Var á Akureyri í ag 30.ágúst, en ég er í hringferð um landið okkar.
og meðan hópurinn var í hvalaskoðun útfrá Akureyri þá komu tveir til hafnar með afla,
Sá seinni var togbáturinn Frosti ÞH sem var með um 180 kör sem voru að fara til Kópavogs í fiskvinnslu þar.
en sá fyrri var grálúðunetabáturinn Kristrún RE.
Kristrún RE bæði þessi bátur og gamli báturinn sem var seldur til Færeyja, að báðir þessir bátar
hafa stundað veiðar á grálúðu í nokkur ár, og gengið ansi vel,
núna þetta fiskveiði ár þá hefur Kristrún RE landað hátt í 2400 tonnum af grálúðu., og reyndar þá landaði báturinn
snemma í ágúst 211 tonnum af grálúðu.
úthlutaður grálúðukvóti bátsins er 525 tonn, og að auki þá fékk báturinn þorskkvóta alls um 1162 tonn,
195 tonn af þessum þorskkvóta var notaður í skiptipott vegna skerðinga, og fengust fyrir 195 tonn af þorski, alls 735 tonn af grálúðu.
það var blíða þegar að Kristrún RE kom til Hafnar á Akureyri, og ég tók myndband af bátnum koma til hafnar,
Þið getið horft á bátinn koma til hafnar á Akureyri með því að úta HÉRNA Á ÞENNAN TENGIL
Kristrún RE mynd Gísli Reynisson