Kvótinn á dragnótabátanna í ágúst

Eins og sést á nýjasta dragnótalistanum sem koma núna  í dag á Aflafrettir


þá er ansi góð veiði hjá bátunum og nokkrir komnir yfir 200 tonnin núna í ágúst,

stór hluti af þessum afla er þorskur og þrátt fyrir að ansi margir hafi þurft að stoppa

útaf kvótaleysi þá virðist nú samt sem hægt að fá kvóta

hérna skulum við aðeins skoða 11 aflahæstu bátanna og kvótastöðu þeirra og hvort eitthvað hafi verið millifært á þá

núna í ágúst,

 Ísey EA.
 Báturinn er í 11 sætinu og fékk engan úthlutaðan kvóta enn fékk sérstaka úthlutun sem er þá líklegast byggðakvóti.

báturinn á eftir 93 tonn óveitt og enginn kvóti hefur verið millifærður á bátinn í ágúst,

 Hafborg EA.
 Báturinn er í 10 sætinu og hefur verið að veiða sinn eigin kvóta og á eftir 3,3 tonn,  um 40 tonn af ufsa hafa verið færð á bátinn
í ágúst

 Sigurfari GK og Siggi Bjarna GK. 
 Báðir í eigu Nesifisks og báðir að veiða kvóta sem að fyrirtækið á, enginn leigukvóti færður á bátanna

Geir ÞH
 er í 7 sætinu.  hefur verið að mestu að veiða sinn kvóta og á um 15,5 tonn óveitt.  
samtals um sirka 40 tonn af skarkola og ýsu hefur verið fært á bátinn frá að mestu 
frá Jökull ÞH og Ásgrímur Halldórsson SF
 
  Finnbjörn ÍS 
 Er kvótalaus enn mest af kvótanum sem báturinn hefur veitt kemur frá Þorláki ÍS , á núna um 3,5 tonn eftir óveitt

Steinunn SH.
veiðir að mestu sinn eigin kvóta og á eftir 35 tonn óveitt
núna í ágúst þá voru skiptir á ýsu og þorski við Grímsey ST sem eru einu færslunar á bátinn í ágúst

 Egill ÍS 
 Báturinn er í 4 sætinu,  er með nokkurn kvóta sjálfur, og á 12,5 tonn óveitt í ágúst hafa verið færð á bátinn t.d skarkoli og ýsa frá Breka VE, Sigurfara GK og Ásgrími Halldórssyni SF
samtals um 40 tonn 

 Ásdís ÍS 
 Báturinn er í þriðja sætinu, veiðir sinn kvóta og á eftir 46 tonn óveitt.  mestur kvótinn hefur komið frá Þorláki ÍS 
núna í ágúst hefur komið samtlas um 50 tonn frá t.d Klakki ÍS og Ljósafelli SU


 Þorlákur ÍS 
 Er kvótalaus, enn millifært er á hann að mestu frá togaranum Sirrý ÍS,  á um 70 tonn óveitt

 Bárður SH
 Er löngu búinn með sinn kvóta sem var um 500 tonn af þorski, 
enn mjög margar kvótamillifærslur hafa farið á bátinn eða alls um 2600 tonn núna á þessu fiskveiðiári
og á báturinn eftir 411 tonn óveitt núna. sem er ansi mikið þegar aðeins eru eftir 5 dagar af þessu fiskveiðiári,

í águst er búið að vera mjög margar færslur á bátinn og er hálfgerður hrærigrautur að skoða það. 
en t.d voru 58 tonn af grálúðu sett á Björg EA og í staðinn komu 185 tonn af ufsa á Bárð SH
145 tonn af þorski hafa komið frá Kristrúnu RE.

svo miðað við þetta smá yfirlit yfir bátanna þá eru aðeins Sigurfari GK og Siggi Bjarna GK sem eru að mestu að veiða sinn eigin kvóta
hinir allir svo til að veiða líka sinn kvóta enn samt sem áður með millifærslum.


Sigurfari GK mynd Gísli Reynisson 

Sigurfari GK mynd Elvar Jósefsson