Langanes GK að verða klárt til veiða

Eins og hefur verið greint frá hérna á Aflafrettir þá er aflaskipið Erling KE dottið úr leik og mun ekki fara framar til veiða hérna við 


land eftir eldsvoða í bátnum,



Þegar ég átti leið hjá í Njarðvík núna í gær 18.janúar þá var ekki langt í það að báturinn yrði klár til veiða,

búið er að setja allt nema netin sjálf og eftir að kara bátinn.

taldi Dóri skipstjóri að hann yrði klár vonandi innan fárra daga.

um borð í Langanesi geta þeir komið um 9 trossum í bátinn, enn á Erling KE var hægt að koma 12 trossum 

auk þess sem að grindurnar á þilfari rúmuðu 7 trossur, enn þar geymdu þeir iðulega ufsanetinn.

efsta myndin er kanski pínu tákræn því þarna er bauja merkt Erling KE 140 um borð í Langanesi GK.






Táknræn mynd,  Bauja merkt Erling KE um borð í Langanesi GK










Myndir Gísli Reynisson