Langanes GK vélarvana ,2020
Eftir að Grímsnes GK varð frá útaf af vélarbilun þá setti Hólmgrímur hinn bátinn sinn af stað Langanes GK
Langanes GK hefur hafið veiðar og hefur verið að leggja netin útaf Sandgerði svo til á svipuðum slóðum og Erling KE er búinn að vera með netin.
Báturinn fór á sjóinn í nótt enn smávægileg vélarbilun eða kom upp í bátnum og núna þegar þetta er skrifað
þá er björgunarbáturinn Hannes Hafstein frá Sandgerði á leið til bátsins, en Langanes GK er í um 35 mín siglingarfjarðlægð frá Sandgerði.
enginn hætta er á ferðum og áhöfnin á Langanesi GK er um borð í bátnum heilir á húfi,
veður þarna úti er frekar slæmt og nokkuð sjólag.
Samkvæmt upplýsingum þá er fæðidælan fyrir aðalvélina biluð og er fljótlegt að skipta um hana.
Langanes GK verður dregin til hafnar þar sem gert verður við hann.

Langanes GK mynd Gísli Reynisson

Hannes Hafstein mynd Magnús Þór Hafsteinsson