Langenes í Noregi, afli og kvóti,2015

Er ennþá að grafa mig í gegnum risastóra skipaskrá norðmanna og þar er alltaf eitthvað sem vekur athygli,


Hérna kemur einn togari sem á heitir nafni sem má segja að sé góð tenging til Íslands,

Þessi togari heitir Langenes og er gerður út í bæ sem heitir Engenes sem er eins kanksi má geta í norður noregi

Þessi togari er nú ekki nýr enn hann er smíðaður árið 1986 og er 56 metrar á lengd og 12,4 metrar á breidd.

mælist hann 1345 tonn og er í togaranum 3060 hestafla vél,

Kvótinn

togarinn er með ansi góðan kvóta því á skipinu eru 6866 tonna kvóti og höfum í huga að þessi kvóti er einungis þorskur, ýsa og ufsi.  nánari skipting á honum er svona
Þorskur 2586 tonn
ufsi um 2100 tonn
ýsa 802 tonn

þessar tölur miðast við norðan 62 breiddargráðu, auk þess er Langenes með kvóta uppá tæp 1400 tonn af ufsa sem miðast við sunnan 62 breiddargráðu

Aflabrögð

óhætt er að segja að skipinu hafi gengið vel að veiða núna í ár 

því skipið hefur samtals landað tæpum 6 þúsund tonnum og er það allt miðað við þorsk, ýsu og ufsa. aðar fisktegundir gætu hækkað þessa 6 þúsund tonna aflatölu nokkuð.  
Af þessum 6 þúsund tonnum er um 2200 tonn af þorski
og um 3500 tonn af ufsa sem er bæði veitt sunnan og norðan við 62 breiddargráðuna


Langenes Mynd Frode Adolfsen



Langenes Mynd Magnar Lyngstad