Ligrunn H-2-F með mesta aflaverðmætið í Noregi 2020

Þá eru aflafrettir kominn með aflaverðmætis tölur yfir bátanna í Noregi,


það skip sem var með mesta aflaverðmætið árið 2020 í Noregi var ekki frystitogari heldur uppsjávarskip.

skipið Ligrunn H-2-F veiddi alls 42048 tonn árið 2020, og af því var 13750 tonn af tobis og 10844 tonn af kolmuna.

Aflaverðmætið var  3,61 milljarður króna og því var meðalverðið 86 krónur

Það má geta að Ligrunn var líka með mesta aflaverðmætið í Noregi árið 2019

Til samanburðar þá var BeitirNK með 44894 tonn árið 2020 og verðmæti 1,9 milljarður eða 43 krónur í meðalverð

og Börkur NK sem var aflahæstur íslenskra skipa árið 2020 með 46918 tonn að verðmætio 1,98 milljarð eða 42 krónur í meðalverð


Ligrunn Mynd Endre J Eidesvik