Línubátar 2025-Sjómannaverkfall árið 2001
Línubátar í Apríl árið 2025 og 2001.nr.1
Já kannski nokkuð furðuleg fyrirsögn á þessum fyrsta lista í apríl
En allir bátarnir sem eru árið 2001 og lönduðu afla inná þennan lista
þetta var eina löndun þeirra í apríl útaf sjómannaverkfalli
og merkilegt er að Tjaldur SH byrjar hæstur árið 2001, og 2025
en árið 2001 þá kom Tjaldur SH með 264 tonn af frystum fiski
Reyndar er líka merkilegt að Sighvatur GK árið 2001, var með meiri afla í
fyrstu löndun sinni í apríl árið 2001, heldur enn Sighvatur GK var með í fyrstu löndun sinni
árið 2025
SJómannaverkfall
málið er að í byrjun apríl árið 2001 þá fór í gang sjómannaverkfall sem var síðan stöðvað
með lögum 16.maí árið 2001. hafði þá verkfallið staðið í 6 vikur.
en í þessu verkfalli þá stöðvaðist svo til allur togaraflotinn og allir stóru línubátarnir.
í raun þá voru örfáir bátar sem réru, enn það voru bátar sem að skráðir eigendur, en þeir máttu róa bátum
sínum í verkfallinu, dæmi um báta sem máttu róa í verkfallinu útaf þessu
voru til dæmis Sandvíkingur ÁR sem var á netum
Þorsteinn SH sem var á dragnót
Gullfaxi GK sem var á netum
Guðmundur Jensson SH sem var á netum
Reginn HF sem var á netum og hann réri ansi mikið fór í 25 róðra í apríl
Siggi Magg GK sem var á netum og veiddi vel í apríl var með 158 tonn í 17 róðrum
Bátar undir 12 tonnum máttu róa og það nýttu sjómenn sér mikið því mokveiði var hjá smábátunum
Smábátar máttu róa og þeir mokveiddu og þá aðalega smábátarnir frá Tálknafirði og Patreksfirði,
en þeir mokuðu upp steinbít og sáu algjörlega einir á miðunum því enginn stór bátur eða togari var þá á veiðum útaf verkfallinu
Þess má geta að þetta verkfall árið 2001 var mjög langt og það var síðan aftur sjómannaverkfall árið 2016.
Svo þessi fyrsti listi hjá línubátunum í apríl, mun þýða það að bátarnir árið 2001, munu falla eitthvað niður listann
nema kanski að Tjaldur SH árið 2001 muni halda sér eitthvað uppi.
Sæti | Sknr | ÁR | Áður | Nafn | Heildarafli | Fjöldi | Mesti afli | Höfn |
1 | 2158 | 2001 | Tjaldur SH 270 | 264.3 | 1 | 264.6 | Hafnarfjörður | |
2 | 2158 | 2025 | Tjaldur SH 270 | 135.3 | 2 | 74.7 | Rif | |
3 | 2957 | 2025 | Páll Jónsson GK 7 | 98.8 | 1 | 98.8 | Grindavík | |
4 | 975 | 2001 | Sighvatur GK 57 | 94.4 | 1 | 94.7 | grindavík | |
5 | 1416 | 2025 | Sighvatur GK 57 | 86.9 | 1 | 86.9 | Grindavík | |
6 | 256 | 2001 | Kristrún RE-177 | 74.9 | 1 | 74.8 | Reykjavík | |
7 | 11 | 2001 | Freyr GK 157 | 59.2 | 1 | 59.2 | Grindavík | |
8 | 2159 | 2025 | Núpur BA 69 | 51.9 | 2 | 30.5 | Patreksfjörður | |
9 | 1063 | 2001 | Kópur GK 175 | 44.4 | 1 | 44.3 | Grindavík | |
10 | 2354 | 2001 | Valdimar GK 195 | 34.5 | 1 | 34.5 | grindavík | |
11 | 1052 | 2001 | Albatros GK-60 | 34.4 | 1 | 34.4 | grindavík | |
12 | 2847 | 2025 | Rifsnes SH 44 | 32.1 | 1 | 32.1 | Rif | |
13 | 1023 | 2001 | Skarfur GK 666 | 31.6 | 1 | 31.6 | Grindavík | |
14 | 972 | 2001 | Garðey SF 22 | 30.5 | 1 | 30.5 | Djúpivogur | |
15 | 1591 | 2001 | Núpur BA 69 | 30.2 | 1 | 30.2 | Patreksfjörður | |
16 | 237 | 2001 | Hrungnir GK 50 | 25.4 | 1 | 25.4 | Grindavík | |
17 | 971 | 2001 | Sævík GK 257 | 22.0 | 1 | 21.9 | Þingeyri | |
18 | 1135 | 2001 | Fjölnir GK 7 | 19.2 | 4 | 36.8 | Sandgerði |

Tjaldur SH mynd Vigfús Markússon