Línubátar í febrúar árið 1980
Fyrir nokkrum dögum síðan þá ákvað ég að fara með ykkur í ferðalag , 45 ár aftur í tímann
og skoða netabátanna í febrúar árið 1980, til að bera þann mánuð saman við febrúar árið 2025
núna árið 2025, þá er búið að vera mjög góð veiði hjá línubátunu, og þó nokkuð margir bátar komnir með yfir 200 tonn afla
en hvernig var þetta í febrúar árið 1980,
Línubátar , febrúar 1980.
förum aftur í ferðalag og aftur 45 ár aftur í tímann, og núna aftur í febrúar árið 1980.
þá voru 169 bátar á línu sem er um 100 bátum meira er á línuveiðum árið 2025
reyndar var enginn línubátur í febrúar árið 1980 á veiðum með beitningavél, þetta voru allt balabátar
eins og sást á netalistanum fyrir febrúar árið 1980 þá voru á listanum mest allt bátar sem voru yfir 100 tonn af stærð
á þessum lista þá er mikið meira blandað og þó nokkuð margir eikarbátar á listanum og margir þá undir 100 tonn af stærð
María Júlía BA og Freyja GK.
Ef við lítum á eikarbátanna, þá er María Júlía BA hæstur og þar á eftir kom Freyja GK, báðir þessir bátar voru mjög
fengsælir sem línubátar, og reyndar má geta þess að þessi Freyja GK sem var með sknr 426, og var eikarbátur
að þessi vertíð árið 1980 var síðasta vertíðin sem báturinn var gerður út
því að í ágúst árið 1980 þá kom stálbáturinn með sknr 1209 sem fékk nafnið Freyja GK og var sá bátur gerður út í hátt í 15 ár
það er ýmsilegt sem vekur athygli á þessum lista, og meðal annars að það er einn bátur frá Vestmannaeyjum þarna á listanum
það er Dala Rafn VE.
Hornafjörður með yfirburði
ef fjöldi báta per hafnir er skoðaður þá er ein höfn sem ber af í fjölda báta, og það er Hornafjörður
því af þessum 50 bátum sem eru á þessum lista, þá voru 13 bátar að landa á Hornafirði og allir á balalínu
og þá hefur verið ansi mikill fjöldi fólks sem hafði vinnu við þessa 13 báta, sjómenn og beitningafólk
næsti staður á eftir Hornafirði var, Sandgerði sem var með 6 báta
Keflavík, Akranes, Grindavík, Bolungarvík, ÍSafjörður og Breiðdalsvík voru allir með 3 báta hver staður
Það voru 12 bátar sem náðu yfir 100 tonna afla á línu og aflahæstur var Tjaldur SH ,
og var hann með töluvert mikla yfirburði eða hátt í 50 tonnum meiri afla enn Haraldur AK sem kom í annað sætið
annars þá læt ég listann tala sínu máli,
minnsti báturinn
ég fór nú ekki djúpt í það, enn tel þó að Flosi ÍS sé minnstur, enn hann var um 30 tonn af stærð, einn af mörgum
bátum sem voru kallaðir Vararbátar. sknr 1499

Tjaldur SH mynd Birgir Karlsson
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Höfn | Meðalafli |
1 | 1159 | Tjaldur SH 270 | 182.5 | 20 | Rif | 9.1 |
2 | 84 | Haraldur AK 10 | 136.9 | 16 | Akranes | 8.6 |
3 | 1052 | Orri ÍS 20 | 130.5 | 17 | Ísafjörður | 7.6 |
4 | 483 | Guðný ÍS 266 | 121.6 | 15 | Ísafjörður | 8.1 |
5 | 72 | Grótta AK 101 | 119.1 | 15 | Akranes | 7.9 |
6 | 977 | Jakop Valgeir ÍS 84 | 116.6 | 18 | Bolungarvík | 6.5 |
7 | 181 | Mánatindur SU 95 | 111.1 | 8 | Grindavík | 13.9 |
8 | 57 | Framnes I ÍS 608 | 110.3 | 23 | Þingeyri | 4.8 |
9 | 1426 | Hvanney SF 51 | 108.4 | 17 | Hornafjörður | 6.4 |
10 | 127 | Víkingur III ÍS 280 | 106.4 | 18 | Ísafjörður | 5.9 |
11 | 1156 | Sólfari AK 170 | 104.8 | 14 | Akranes | 7.5 |
12 | 247 | Hugrún ÍS 7 | 103.1 | 17 | Bolungarvík | 6.1 |
13 | 151 | María Júlía BA 36 | 98.9 | 12 | Patreksfjörður | 8.2 |
14 | 1324 | Otto Wathne NS 90 | 98.2 | 15 | Djúpivogur | 6.5 |
15 | 426 | Freyja GK 364 | 86.7 | 11 | Sandgerði | 7.8 |
16 | 1286 | Freyr SF 20 | 83.4 | 14 | Hornafjörður | 5.9 |
17 | 530 | Hafrún HU 12 | 80.6 | 12 | Skagaströnd | 6.7 |
18 | 711 | Ólafur Magnússon HU 54 | 80.1 | 15 | Skagaströnd | 5.3 |
19 | 1236 | Þórir SF 77 | 79.5 | 14 | Hornafjörður | 5.7 |
20 | 974 | Skógey SF 53 | 77.2 | 13 | Hornafjörður | 5.9 |
21 | 821 | Sæborg KE 177 | 70.6 | 11 | Sandgerði | 6.4 |
22 | 257 | Sigurvon ÍS 500 | 66.8 | 15 | Suðureyri | 4.5 |
23 | 1125 | Kristján Guðmundsson ÍS 77 | 66.4 | 14 | Suðureyri | 4.7 |
24 | 964 | Gissur Hvíti SF 55 | 66.2 | 13 | Hornafjörður | 5.1 |
25 | 173 | Siguðrur Ólafsson SF 44 | 65.7 | 13 | Hornafjörður | 5.1 |
26 | 98 | Jökull SH 77 | 64.7 | 15 | Ólafsvík | 4.3 |
27 | 936 | Æskan SF 140 | 62.2 | 12 | Hornafjörður | 5.2 |
28 | 469 | Hafnarey SF 36 | 61.8 | 11 | Hornafjörður | 5.6 |
29 | 424 | Freydís ÓF 60 | 60.9 | 10 | Sandgerði | 6.1 |
30 | 419 | Binni í Gröf KE | 60.2 | 11 | Keflavík | 5.5 |
31 | 1264 | Steinunn SF 10 | 60.1 | 13 | Hornafjörður | 4.6 |
32 | 1246 | Lyngey SF 61 | 56.8 | 12 | Hornafjörður | 4.7 |
33 | 314 | Sæbjörg ST 7 | 56.7 | 11 | Hólmavík | 5.1 |
34 | 1054 | Hvalsnes KE 121 | 55.8 | 11 | Sandgerði | 5.1 |
35 | 462 | Eskey SF 54 | 55.3 | 13 | Hornafjörður | 4.2 |
36 | 2 | Akurey SF 52 | 54.6 | 13 | Hornafjörður | 4.2 |
37 | 152 | Dala Rafn VE 508 | 54.3 | 9 | Vestmannaeyjar | 6.1 |
38 | 740 | Sigurbjörg KE 14 | 54.2 | 12 | Sandgerði | 4.5 |
39 | 1202 | Rita NS 113 | 51.8 | 9 | Vopnafjörður | 5.7 |
40 | 1173 | Sæþór KE 70 | 51.7 | 20 | Keflavík | 2.6 |
41 | 58 | Jakop SF 66 | 49.9 | 11 | Hornafjörður | 4.5 |
42 | 1170 | Andey SU 150 | 48.3 | 9 | Breiðdalsvík | 5.4 |
43 | 762 | Skagaröst KE 34 | 48.2 | 10 | Keflavík | 4.9 |
44 | 210 | Hafnarey SU 210 | 47.6 | 10 | Breiðdalsvík | 4.8 |
45 | 167 | Sigurjón arnlaugsson HF 210 | 47.5 | 8 | Grindavík | 5.9 |
46 | 371 | Einir SU 18 | 44.2 | 10 | Djúpivogur | 4.4 |
47 | 35 | Drífa SU 4 | 44.1 | 9 | Breiðdalsvík | 4.9 |
48 | 154 | Krossanes GK 154 | 43.7 | 8 | Grindavík | 5.4 |
49 | 1499 | Flosi ÍS 15 | 43.5 | 12 | Bolungarvík | 3.6 |
50 | 503 | Bergþór KE 5 | 42.8 | 11 | Sandgerði | 3.9 |
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss
Ísafjörður |