Línubátar í Febrúar árið 1993.

Listi númer 1

Lokalisti

Ansi gaman að líta aftur til baka í tímann og skoða aflatölur og bátanna
og hérna förum við aðeins 30 ár aftur í tímann, enn nóg til þess að sjá að mikið hefur breyst og bátunum fækkað mjög mikið sem stunda línuveiðar

eins og sést á þessum lista þá voru inná topp 30, ansi margir bátar sem voru á balalínu

og beitningavélabátarnir voru líka þónokkuð margir,  og sumir þeirra eru reyndar ennþá til í dag

til að mynda Tjaldur SH og Tjaldur II SH, en Tjaldur II SH heitir í dag Örvar SH

kanski þó athygliverðasti báturinn á þessum lista

er báturinn sem varð næst aflahæstur í febrúar árið 1993, 

enn það var Lísa María ÓF , sem leit út fyrir að vera togari, því að báturinn var frambyggður

báturinn var upprunalega hannaður sem togari, enn var breytt í línubát í smíðaferlinu

Lísa MAría ÓF var reyndar ekki lengi á Íslandi, rétt tæp 2 ár

Vestri BA var hæstur af balabátunum með 125 tonn. 

og síðan ættuð þið að kannast við aðra báta og jafnvel voru þið lesendur góðir á einhverjum af þessum bátum í febrúar 1993.


Lísa María ÓF mynd Einar NúmaSæti sknr Nafn Afli Landanir mest Höfn Ath
30 1209 Freyja GK 364 80.8 10 10.6 Sandgerði Balalína
29 1156 Lómur BA 257 80.8 8 15.5 Tálknafjörður balalína
28 483 Guðný ÍS 266 80.8 17 7.8 Bolungarvík balalína
27 253 Hamar SH 224 81.6 10 11.6 Rif balalína
26 1170 Andey BA 125 81.7 11 12.1 Patreksfjörður balalína
25 1074 Saxhamar SH 50 84.7 10 11.1 Rif balalína
24 2140 Skotta HF-172 84.9 3 31.3 Hafnarfjörður Beitningavél
23 257 Sigurvon ÍS 500 87.2 10 13.6 Suðureyri balalína
22 1424 Þórsnes II SH 109 89.2 9 19.8 Stykkishólmur balalína
21 1343 Garðar II SH 164 90.5 11 23.9 Ólafsvík balalína
20 1136 Rifsnes SH 44 98.2 13 10.9 Rif balalína
19 1094 Eyrún EA 155 99.4 11 11.8 Hrísey, Þórshöfn balalína
18 1759 Fjölnir GK 157 104.4 4 49.2 Keflavík beitningavél
17 972 Haraldur EA 62 109.8 3 53.6 Dalvík beitningavél
16 971 Eldeyjar Boði GK-24 110.1 3 49.8 Keflavík beitningavél
15 1125 Eldeyjar Hjalti GK 42 111.0 3 54.2 Keflavík beitningavél
14 1135 Kristbjörg VE 70 115.7 5 30.6 Hafnarfjörður beitningavél
13 1964 Fanney SH 24 117.9 8 29.7 Grundarfjörður beitningavél
12 2142 Jónína ÍS 930 124.1 11 23.1 Flateyri beitningavél
11 239 Vestri BA 63 124.9 12 17.3 Patreksfjörður balalína
10 1625 Jónína Jónsdóttir SF 12 148.8 4 46.8 Ólafsvík, Reykjavík beitningavél
9 975 Sighvatur GK 357 149.0 3 71.8 Grindavík beitningavél
8 1023 Skarfur GK 666 154.6 3 49.7 grindavík beitningavél
7 2123 Ásgeir Frímanns ÓF 21 156.2 3 65.9 Reykjavík beitningavél
6 237 Hrungnir GK 50 168.4 3 82.4 Grindavík beitningavél
5 11 Freyr ÁR 102 174.2 5 59.5 Hafnarfjörður beitningavél
4 2158 Tjaldur SH 270 233.5 3 122.3 Rif beitningavél
3 1063 Kópur GK 175 242.9 5 75.5 Grindavík beitningavél
2 2168 Lísa María ÓF 26 252.6 2 144.8 Ólafsfjörður beitningavél
1 2159 Tjaldur II SH 370 293.7 4 112.1 Rif beitningavél