Línubátar í jan.nr.1.2022
Listi númer 1.
Hörmungar byrjun á árinu 2022. önnur eins veðrátta hefur ekki sést lengi, og það hefur áhrif á þennan flokk
stærstu línubátanna.
því eins og sést þá eru aflatölur bátanna mjög lágar, og helst er að að Núpur BA sé að fiska eitthvað.
enn hann byrjar á toppnum með 119 tonna afla í 2 róðrum ,
Núpur BA mynd Sigurður Bergþórsson
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | Núpur BA 69 | 118.7 | 2 | 73.3 | Patreksfjörður | |
2 | Örvar SH 777 | 59.6 | 1 | 59.6 | Rif | |
3 | Hrafn GK 111 | 56.4 | 1 | 56.4 | Hafnarfjörður | |
4 | Páll Jónsson GK 7 | 54.3 | 2 | 54.3 | Grundarfjörður, Grindavík | |
5 | Fjölnir GK 157 | 52.9 | 1 | 52.9 | Hafnarfjörður | |
6 | Tjaldur SH 270 | 51.3 | 1 | 51.3 | Rif | |
7 | Sighvatur GK 57 | 49.1 | 1 | 49.1 | Hafnarfjörður |