Línubátar í janúar 1999. Beitningavélabátar
Hérna að neðan er listi yfir línubátanna sem réru í janúar árið 1999.
og þetta eru beitningavélabátarnir.
eins og sést þá var nokkuð góður afli hjá bátunum og þeir eru töluvert fleiri árið 1999 , enn árið 2023.
á þessum lista eru tveir bátar sem eru að veiða líka árið 2023, Núpur BA og Tjaldur SH
þrír bátar náðu yfir 300 tonna afla og athygli vekur að Gyllir ÍS lenti í öðru sætinu með 330 tonna afla í 7 löndunum
en hann var sá bátur sem réri ofast
Kristrún RE varð aflahæstur með 363 tonn.
Eins og sést þá eru mjög margir bátanna sem landa í Grindavík.
Gyllir ÍS mynd Hafþór Hreiðarsson
Sæti | sknr | Nafn | Afli | Landanir | Mest | Höfn |
1 | 256 | Kristrún RE 177 | 362.6 | 5 | 96.8 | Reykjavík |
2 | 1640 | Gyllir ÍS 261 | 330.2 | 7 | 63.5 | Flateyri |
3 | 971 | Sævík GK 257 | 306.8 | 4 | 85.2 | Grindavík |
4 | 2158 | Tjaldur SH 270 | 286.8 | 4 | 82.7 | Reykjavík |
5 | 1023 | Skarfur GK 666 | 280.9 | 4 | 87.7 | Grindavík |
6 | 972 | Garðey SF 22 | 272.2 | 4 | 86.1 | Djúpivogur |
7 | 975 | Sighvatur GK 57 | 271.9 | 3 | 102.5 | Grindavík |
8 | 1052 | Albatros GK 60 | 270.1 | 4 | 82.2 | Grindavík |
9 | 237 | Hrungnir GK 50 | 268.4 | 4 | 88.3 | Grindavík |
10 | 1591 | Núpur BA 69 | 268.1 | 4 | 79.8 | Patreksfjörður |
11 | 1135 | Fjölnir GK 7 | 255.1 | 4 | 68.6 | Grindavík |
12 | 1063 | Kópur GK 175 | 250.6 | 4 | 80.1 | Grindavík |
13 | 72 | Hrafnseyri ÍS-10 | 250.0 | 4 | 65.9 | Grindavík |
14 | 1125 | Melavík SF 34 | 210.7 | 4 | 59.4 | Djúpivogur |
15 | 257 | Faxaborg SH 207 | 209.9 | 6 | 41.5 | Rif |