Línubátar í janúar árið 1999. Balabátar

hérna á þessum lista eru bátarnir sem réru á línu í janúar árið 1999, enn þetta eru allt bátar sem réru með línubala.


smábátarnir eru ekki í þessu, þó svo að einn plastbátur sé á þessum lista, Ingimar Magnússon ÍS 

sex efstu bátarnir veiddu ansi vel, þar sem þeir náðu allir yfir 100 tonin 

og afli Sigþórs ÞH vekur athygli, enn hann náði þriðja sætinu og réri frá Sandgerði,

í efstu tveimur sætunum eru Þorsteinn BA og Guðný ÍS og þetta voru bæði bátar sem voru undir 100 tonn af stærð.  

Guðný ÍS sem hefur verið fjallað um hérna á Aflafrettir.is ansi oft, enn báturinn átti sér mjög langa sögu í útgerð 
á vestfjörðum og þá að mestu frá Bolungarvík og ÍSafirði sem línubátur

og hann endaði aflahæstur með tæp 160 tonn og mest 24,7 tonn í einni löndun


Guðný ÍS mynd ljósmyndari ókunnur

Sæti sknr Nafn Afli Landanir Mest Höfn
1 483 Guðný ÍS 266 159.5 14 24.7 Bolungarvík
2 1979 Þorsteinn BA 1 135.7 11 18.5 patreksfjörður
3 185 Sigþór ÞH 100 133.8 11 18.9 Sandgerði
4 239 Örvar SH 777 119.4 10 14.5 Rif
5 151 María Júlía BA 36 114.6 9 16.8 Tálknafjörður
6 1318 Súgfirðingur ÍS-16 102.1 11 13.1 Suðureyri
7 1527 Brimnes BA 800 74.9 3 33.1 Patreksfjörður
8 733 Reynir GK 355 62.6 11 10.6 grindavík
9 1470 Hafsúla BA-741 60.6 7 13.8 Patreksfjörður
10 1105 Ólafur GK 33 52.1 10 10.1 grindavík
11 1524 Ingimar Magnússon ÍS 650 44.2 7 8.1 suðureyri
12 1100 Sigurbjörg Þorsteins BA 65 39.6 6 10.2 Bíldudalur
13 288 Þorsteinn Gíslason GK  37.1 6 11.3 Grindavík