Línubátar í Janúar árið 2026 og 2002.nr.1

Listi númer 1


Rifsnes SH byrjar árið með látum 109,9 tonn í fyrsta róðri sínum á árinu 

og byrjar þar af leiðandi efstur

Núpur BA þar rétt á eftir , en með tvær landanir

Kristrún RE byrjar hæstur árið 2002 

og tveir bátar árið 2002 byrja með um 77 tonna löndunm, Hrungnir GK og Sævík GK.

í nóvember árið 2001 þá strandaði Núpur BA rétt utan við Patreksfjörð, og skemmdist töluvert, 

árið 2002 yfir vertíðina og fram á sumar þá var Gandí VE frá Vestmanneyjum leigður til Patreksfjarðar 

og sá hann um að veiða fyrir fiskvinnsluna Oddi ehf á Patreksfirði

og hann byrjar þennan lista í sæti númer 14

Gandí VE mynd Tryggvi Sigurðsson



Sæti Sknr ÁR Áður Nafn Heildarafli Fjöldi Mesti afli Höfn
1 2847 2025
Rifsnes SH 44 110.0 1 109.9 Rif
2 2159 2025
Núpur BA 69 109.2 2 57.8 Patreksfjörður
3 1416 2025
Sighvatur GK 57 93.0 1 93.1 Djúpivogur
4 256 2001
Kristrún RE-177 86.2 2 60.1 Reykjavík
5 2158 2025
Tjaldur SH 270 81.0 1 81.4 Rif
6 237 2001
Hrungnir GK 50 77.4 1 77.4 Grindavík
7 971 2001
Sævík GK 257 77.0 1 76.9 Þingeyri
8 1030 2001
Páll Jónsson GK 7 61.6 1 61.5 Keflavík
9 11 2001
Freyr GK 157 60.7 1 60.6 Djúpivogur
10 257 2001
Faxaborg SH 207 60.3 3 27.7 Rif
11 1052 2001
Albatros GK-60 58.8 1 58.8 Keflavík
12 975 2001
Sighvatur GK 57 50.7 1 50.7 Þingeyri
13 2354 2001
Valdimar GK 195 47.9 1 47.9 Grindavík
14 2371 2001
Gandí VE 171 47.9 2 34.9 Patreksfjörður
15 1125 2001
Melavík SF 34 44.3 1 44.3 Keflavík
16 972 2001
Garðey SF 22 42.8 1 42.8 Djúpivogur
17 1006 2001
Geirfugl GK 66 39.6 1 39.6 Keflavík
18 1063 2001
Kópur GK 175 39.0 1 39.12 Grindavík
19 1023 2001
Skarfur GK 666 37.7 1 37.7 Keflavík
20 2957 2025
Páll Jónsson GK 7 33.6 1 33.5 Grindavík
Kæru Lesendur.
árið 2026 komið af stað, ný síða í smíðum
og allur stuðningur vel þeginn
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson