Línubátar í Nóvember árið 2025 og 2001.nr.1

Listi númer 1


áhugaverður fyrsti listinn í nóvember

fyrir það fyrsta þá eru stóru línubátarnir frá Vísi  Páll Jónsson GK og Sighvatur GK ekki komnir með afla, en skýringinn á því 

er sú að Síldarvinnslan hélt árshátíð í Póllandi núna um mánaðarmótin síðustu og allur SVN flotinn stoppaði

og fór ekki til veiða aftur fyrr enn snemma í nóvember

en hitt sem er merkilegt er að tveir efstu bátarnir eru bátar frá árinu 2001

Skarfur GK og Kristrún RE sem báðir réru árið 2001 byrja efstir og þar á eftir kemur svo Núpur BA  árið 2025

Núpur BA árið 2001
aðeins neðar á listanum þá er hinn Núpur BA árið 2001

en þessir tveir róðrar hjá Núpnum árið 2001 voru síðustu róðrar bátsins það árið

því að í róðri númer 3, þá strandar bátuirinn ekki langt frá Höfninni á Patreksfirði,  en báturinn var á leið í land úr róðri númer 3

Vél bátsins bilaði og rakk bátinn upp í fjöru, og skemmdir á bátnum urðu ansi miklar .

Báturinn náðist á flot og var þá dreginn til Vestmannaeyjar þar sem viðgerð og breytingar urðu gerðar á bátnum 

áhöfn bátsins bjargaðist, enn báturinn sjálfur fór ekki á veiðar fyrr enn í september árið 2002 aftur

Núpur BA á strandstað árið 2001 myndir Þorgeir Baldursson




Sæti Sknr ÁR Áður Nafn Heildarafli Fjöldi Mesti afli Höfn
1 256 2001
Kristrún RE-177 117.2 2 64.8 Reykjavík
2 1023 2001
Skarfur GK 666 108.1 2 60.4 Djúpivogur
3 2159 2025
Núpur BA 69 107.2 2 56.6 Patreksfjörður
4 2158 2025
Tjaldur SH 270 88.0 1 87.9 Rif
5 237 2001
Hrungnir GK 50 85.8 1 85.4 Grindavík
6 1591 2001
Núpur BA 69 80.0 2 49.2 Patreksfjörður
7 2847 2025
Rifsnes SH 44 77.6 1 77.6 Rif
8 11 2001
Freyr GK 157 67.1 1 67.2 Djúpivogur
9 971 2001
Sævík GK 257 66.8 1 66.8 Grindavík
10 2158 2001
Tjaldur SH 270 64.5 1 64.4 Reykjavík
11 1063 2001
Kópur GK 175 64.3 1 64.9 Grindavík
12 1052 2001
Albatros GK-60 48.9 1 48.9 Grindavík
13 1013 2001
Sólrún EA 351 46.6 1 46.5 Árskógssandur
14 72 2001
Kristinn Lárusson GK 500 39.3 1 39.2 Sandgerði
15 257 2001
Faxaborg SH 207 34.4 1 34.3 Rif
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss