Línuveiðar á Haraldi AK 10 í júní árið 1984
Núna árið 2024 þá eru mjög margir bátar að stunda veiðar með línu og beitningavél.
þetta veiðarfæri beitningavél á sér ekki langa sögu við veiðar á íslandi, því svo til öll árin frá því fyrst var farið
að veiða með línu eins og er gert í dag þá var notuð handbeitt lína
árið 2015 þá skrifaði ég stóra grein um beitningavélar og hvaða bátur var fyrstur
Í þeirri grein sem ég skrifaði árið 2015, þá voru nokkrir bátar nefndir. til dæmis Brimnes EA frá Dalvík, Núpur BA, og Bergþór KE sem var sá fyrsti
ég er að vinna núna í aflaskýrslum frá árinu 1984 og þar hef ég rekist á nokkuð merkilegt.
Akranes
Akranes, var eitt sinn mjög blómlegur sjávarúvegsbær, margir bátar og togarar gerðu út þaðan.
Aftur á móti þá hafa Akurnesingar aldrei haft báta sem stunda veiðar með línu og nota beitningavél.
´þó var gerð tilraun í júní árið 1984 á báti sem hét þá Haraldur AK 10.
Þessi bátur var síðan seldur til Vestmannaeyja og átti sér langa sögu þar með nafnið Gandí VE og Kristbjörg VE. var með skipaskrárnúmer 84.
Júni árið 1984
Í júní árið 1984 þá réri Haraldur AK allan mánuðinn með línu og með beitningavél
voru þetta hálfgerðar tilraunaveiðar. fyrsta löndun var 4.júní og kom þá báturinn með 13,1 tonn í land
næsta löndun var 12.júní 26,9 tonn.
þriðja löndun 18.júní alls 22,2 tonn o
og síðasta löndunin var 25.júní alls 15,9 tonn,
Samtals landaði Haraldur AK því 78 tonnum á línu með beitningavél í júní árið 1984
Þessi tilraunaveiði Haraldar AK árið 1984 var í eina skiptið sem að báturinn var við veiðar á línu með beitningavél
og í raun þá eftir að báturinn var seldur til Vestmannaeyjar þá fór báturinn aldrei á veiðar með línu með beitningavél
Haraldur AK mynd tekin árið 1981 eftir breytingar sem gerðar voru á bátnum, Mynd Bæjarblaðið