Línuveiðar á Sæþóri SU 175,1983
Eskifjörður , lítill bær á Austurlandinu enn í sögu sjávarútvegs og útgerðar á Íslandi þá hafa margir bátar verið gerðir út þar sem er hægt að minnst á, mörg fræg aflaskip. Eitt þekktasta aflasögu nafn sem hefur verið gert út frá Eskifirði er án efa nafnið Jón Kjartansson. Þetta nafn hefur verið á bátum frá Eskifirði í yfir 70 ár og án efa þá er frægasti Jón Kjartansson SU eikabáturinn Jón Kjartansson SU sem var smíðaður árið 1956. þessi báturinn fékk viðurnefnið Jón Sífulli því að þessi bátur kom ekki í land öðruvísi enn að vera alltaf á kafi enda með fullfermi af síld.
Flestir bátanna og togaranna frá Eskfirði eru ansi stór skip og t.d má nefna að í nokkuð mörg ár þá voru gerðir út 2 togarar frá Eskifirði. Hólmanes SU og Hólmatindur SU.
En það var líka einn minni bátur sem í dag mætti kalla smábátur gerður út frá Eskifirði í tæp 20 ár, hét sá bátur Sæþór SU 175 og var smíðaður á Seyðisfirði árið 1071 og mældist 11 tonn af stærð. Þessi bátur er ennþá til í dag og heitir Margrét SU og er skráður frístundabátur. báturinn gerði síðast út árið 2016.
Ég ætla bara svona að sýna ykkur nóvember mánuð árið 1983 hjá Sæþór SU
Þennan mánuð þá stundaði báturinn línuveiðar og eins og sést á róðrunum þá réri báturinn nokkuð mikið og þótt enginn mokveiði væri þá náði báturinn engu að síður að landa 23 tonnum í 17 róðrum.
og það má geta þess að ég á allar aflatölurnar um þennan bát frá því hann kom árið 1971.
Minni svo á vertíðaruppgjörið sem er til sölu
Sæþór SU 175 | |
nóvember | |
Dagur | Afli |
2 | 1,20 |
9 | 1,28 |
10 | 2,40 |
11 | 1,61 |
12 | 0,96 |
13 | 1,21 |
14 | 1,86 |
15 | 1,91 |
16 | 1,72 |
17 | 1,68 |
18 | 0,68 |
22 | 0,96 |
23 | 0,96 |
24 | 0,71 |
25 | 1,14 |
26 | 0,98 |
28 | 0,24 |
30 | 0,53 |
Búi EA 100 áður Sæþór SU mynd Haukur Sigtryggur Valdimasson
Sæþór SU Mynd Snorri Snorrason