Línuveiðar á Sigmundi ÁR 20,1983
Núna er ansi góð línuveiði hjá bátunum sem róa frá Grindavík sem og á Vestfjörðum,
ætla með ykkur í smá ferðalag aftur til ársins 1983 og skoða línubát sem var að róa frá Þorlákshöfn í nóvember 1983,
ÞEssi bátur hét Sigmundur ÁR 20
Sigmundur ÁR var smíðaður í Hafnarfirði árið 1954 og hafði heitið nokkrum nöfnum áður enn var þó lengst af undir nafninu Stafnes , fyrst Stafnes GK árið 1963 og var með Stafnes nafnið alveg til ársins 1980 þegar að báturinn var seldur til Þorlákshafnar og fékk þá þar nafnið Sigmundur ÁR. Reyndar var báturinn Stafnes GK, KE og líka Stafnes EA frá Dalvík,
Línuveiðar Sigmundar ÁR í Nóvember gengu ágætlega enn athygli vekur að þetta var að langmestu leyti ýsa. alls var aflinn 38 tonn í 19 róðrum og af því þá var þorskur einungis um 800 kíló,
Sigmundur ÁR 20 | |
Lína Nóvember | |
Landað hjá Suðurvör | |
dagur | afli |
3 | 2.74 |
5 | 1.85 |
7 | 1.74 |
8 | 3.78 |
9 | 2.3 |
10 | 2.74 |
11 | 1.1 |
14 | 1.99 |
15 | 3.01 |
16 | 1.96 |
17 | 1.89 |
21 | 2.48 |
23 | 2.98 |
24 | 2.45 |
25 | 1.63 |
28 | 1.74 |
Sigmundur ÁR mynd Vigfús Markússon