Litli og Stóri báturinn,,2018
Var í Grindavík um daginn og þá kom þar inn Gísli Súrsson GK og út fór Hulda HF á sama tíma. og eins og sést á myndinni að neðan þá er ansi magnað að sjá munin á þessum tveimur bátuml.
Gísli Súrsson GK virkar eins og lítil trilla við hliðina á Huldu HF.
Hulda HF er á Fiskistofunni skráður 13,86 metrar á lengd enn í skipaskrá samgöngustofu þá er báturinn skráður 11,99 metra langur. og mælist hann 29,37 tonn
er báturinn um 5 metra breiður enn eins og sést þá er hann fjandi hár
Gísli Súrsson GK er 14,74 metrar á lengd og mælist 29,84 tonn.
já ansi furðulegar þessar blessaðar mælingarreglur. tveir bátar sem báðir mælast 30 tonn, enn eru samt sem áður með þennan mikla stærðarmun þótt að Gísli Súrsson GK sé um einum metra lengri miðað við það sem stendur á Fiskistofu, enn ef miðað er við samgöngustofu þá er Gísli Súrsson GK um 3 metrum lengri,
Ef Jón jónsson yrði spurður um stærð bátanna þá myndi jón örugglega segja. að Gísli sé um 30 tonn enn Hulda HF um 50 tonn að stærð