Lítur ansi illa út Finnbjörn ÍS

Gamli Farsæll GK sem heitir í dag Finnbjörn ÍS er núna í slippnum í Njarðvík og lítur eiginlega


frekar illa út.  

enda er báturinn orðinn laus við alla málingu og bara bert stálið,

tekin var ákvörðun af eigendum bátsins um að yfirfara bátinn aðeins og meðal annars hreina í burtu 

alla málningu sem hafði safnast á bátinn í um 30 ár,  nema á skutnum en það er nýtt og var smíðað á bátinn árið 2017

eins og sést í mynd hérna að neðan,

báturinn fer ínn í hús fljótlega og mun þá verða málaður og fer síðan til Sandgerðis þar sem að báturinn mun róa á 

dragnót þangað til hann fer vestur til Bolungarvíkur






Myndir Gísli Reynisson í febrúar 2020

Mynd Gísli Reynisson árið 2017


Mynd Gíslireynisson í mars 2020