Loðna. 8500 tonn af Norskum skipum

Núna loksins í 2 ár er búið að gefa út nokkuð duglegan loðnukvóta eða um 127 þúsund tonn,


nokkuð hluti af því eða um 60 þúsund tonn fara til Norskra skipa.

 ansi mörg norsk skip hafa verið á loðnuveiðum austur af landinu og gengið  nokkuð vel

skipin veiða öll í nót, á meðan að íslensku skipin nota flotvörpu og eru mjög skiptar skoðaðnir 

um ágæti þess að veiða loðnu í flottroll.

núna þegar þetta er skrifað þá hafa norsku skipin veitt um 8500 tonn af loðnu,

mestu hluti af þessum afla hefur verið landað í Noregi.,

Alls hafa 18 Norsk skip landað loðnu eftir veiðar við Ísland og er Gerda Marie aflahæstur með 800 tonn í einni löndun 

enn þó hefur verið loðnu landað á Íslandi af norsku skipunum.

Slaateröy kom með 110 tonn til Neskaupstaðar

Fiskebas kom með 300 tonn til Neskaupstaðar

Senior kom með 310 tonn til Eskifjarðar

og Kings Bay kom með 460 tonn af loðnu til Fáskrúðsfjarðar og kom skipið rúmlega klukkan 2100 í kvöld 6.febrúar með þennan afla til 

Fáskrúðsfjarðar.


Kings bay Mynd Olav Endre Dronen