Loðnukvóti skipa árið 2021-2022
Það stefnir í ansi stóra og mikla loðnuvertíð eftir að síðustu tvær vertíðir voru lítil sem enginn veiði,
nú er búið að gefa út kvóta á skipinn og kemur í ljós að alls er úthlutað til Íslenskra skipa 623 þúsund tonnum
7 skip fá yfir 50 þúsund tonna kvóta.
enn auk þeirra eru fleiri skip sem munu fara á veiðar enn fengu ekki úthlutað kvóta.
t.d Guðrún Þorkelsdóttir SU
Svanur RE
Sighvatur Bjarnason VE
Ernir ( gamli Guðmundur VE )
og nýja skipið sem Ísfélagið kaupir frá Svíðþjóð
Svo til viðbótar við þessi skip þá var Jóhanna Gísladóttir GK að losna enn sá bátur stundaði lengi loðnuveiðar
og hét þá Guðrún Þorkelsdóttir SU og getur borið um 1000 tonn af loðnu, auk Kap II VE sem hefur verið á netaveiðum
en hann ber um 750 tonn
Loðnukvóti | ||
Sæti | Nafn | Kvóti |
1 | Venus NS | 58548 |
2 | Vilhelm Þorsteinsson EA | 57648 |
3 | Víkingur AK | 54308 |
4 | Heimaey VE | 53293 |
5 | Sigurður VE | 53211 |
6 | Beitir NK | 50158 |
7 | Börkur NK | 50107 |
8 | Ísleifur VE | 36046 |
9 | Kap VE | 32479 |
10 | Jón Kjartansson SU | 27606 |
11 | Aðalsteinn Jónsson SU | 27606 |
12 | Jóna Eðvalds SF | 25554 |
13 | Ásgrímur Halldórsson SF | 25456 |
14 | Álsey VE | 18809 |
15 | Hákon EA | 16652 |
16 | Bjarni Ólafsson AK | 15674 |
17 | Hoffell SU | 10972 |
18 | Huginn VE | 8773 |
Venus NS mynd Ríkarður Ríkarðsson