Loðnuskipið Nyborg TG-773 fékk stórt brot á sig, 2018

Það er ekkert grín að vera á sjó eins og oft er sagt.   margar hætturnar sem þarf að varast


og eitt af  því er þegar að skip fá brotsjó á sig.

Færeyska loðnuskipið Nýborg sem er 56 metra langt og um 1200 tonn að stærð og smíðað 2001 var á leið á kolmuna miðin á milli Færeyja og Hjaltlandseyja

á leið á miðin
Þeir voru á siglingu á leið til makríl veiða og voru staddir á milli Færeyja og Hjaltlandseyja þegar að stórt og mikið brot reis upp stjórnborðsmeginn við skipið og skall af miklu afli á brúnna á skipinu þannig að tvær rúður sprungu og brúinn fylltisti af sjó.

Sjórinn fossaði svo niður í skipið og alla leið niður í vélarrúm og í stýribox á aðalvélinni og varð smá eldur af því.
  Vélstjórinn var mjög snöggur að bregðast við og sló út öllu rafmagni fyrir skipið og gerði það rafmagnslaust svo ekki yrði meira tjón eða hætta af sjónum.    þegar að sjóinn komst í stýriboxið þá drapst á aðalvélinni, enn vélstjórunum tókst að tengja framhjá því og ræsa vélina aftur. 

svo mikill sjór komst í brúnna að hún fylltist alveg upp í þak af sjó og skipstjórinn  Martin  Midfjord var kominn ´uppá tækin í brúnni í sjó.

Stýrimaðurinn slasaðist
Stýrimaðurinn á Nýborg sat beint á móti rúðunum sem brotnuðu og hann sá brotið koma og ætlaði hann að forða sér, enn náði ekki að fara í burtu í tæka tíð og kastaði sjórinn honum þvert yfir brúna og í brúarvegginn.  Handleggsbrotnaði stýrimaðurinn á tveimur stöðum á handleggnum,

Martin skipstjóri sagði að öll tækin í brúnni hefðu dottið út þegar að brúin fylltist af sjó og voru Eystur og Vesturbúgvin sem voru  búinn að sigla svo til samhliða þeim og náðu þeir sambandi við Eysturbúgvin og skipstjórinn þar kallaði eftir þyrlu til þess að sækja slasaða stýrimannin,

Brotið kom upp stjórnsmeginn á skipið og sem dæmi um aflið þá var björgunarbátur staddur bakborðsmeginn á skipinu og brotnaði hann frá festinginum sínum og fór útbyrðis og hékk þar í línunni.  skáru skipsverjar á línuna og slepptu bátnum,



Vestur og AusturBúgvin skipin fylgdi Nýborg til baka á 7 mílna hraða áleiðis að færeyjum þar sem að Vædderern og Brimill komu og tók fylgdu svo Nýborg til Runavík þar sem að skipið liggur núna við bryggju.  

Frétt sem er unnin úr Föroyska sjómansmissiónin.  




Martin skipstjóri á Nýborg






Myndir TJ myndir