Loðnuveiðar. 1 til 15.febrúar 1994.

Núna er komið fram í miðjan febrúar og í hátt í 50 ár eða svo þá var þessi tími ansi góður varðandi loðnuveiðar.


febrúar og mars voru yfirleitt mjög stórir mánuðir varðandi loðnuveiðar.

núna þessa vertíð og líka árið 2024 þá voru engnar loðnuveiðar heimilaðar.

svo fyrst það eru engnar loðnuveiðar þá fer ég með ykkur í ferðalag aðeins aftur í tímann, þó ekki það langt

fer 31 ár aftur í tímann til ársins 1994

skoðun loðnuveiðarnar þá, og hérna lítum við á loðnubátanna sem voru að veiðum frá 1.febrúar til 15.febrúar árið 1994.

skipin voru ansi mörg , og ég skipti þeim í tvo flokka. 

bátar sem náðu yfir eitt þúsund tonn í löndun 

og bátar sem voru með undir eitt þúsund tonn í löndun 

samtals voru þetta 40 bátar sem voru á loðnuveiðum þetta tímabil

og lönduðu bátarnir alls tæpum 170 þúsund tonnum af loðnu.

Byrjum á stærri bátunum 

Helga II RE mynd Jón Páll Ásgeirsson


Sæti Nafn afli að 15 feb Landanir Mest Hafnir
1 Helga II RE 373 7921 9 1115 Seyðisfjörður, Raufarhöfn
2 Hólmaborg SU 11 7135 5 1515 Eskifjörður
3 Jón Kjartansson SU 111 6859 9 1102 Eskifjörður
4 Hákon ÞH 250 6228 6 1122 Seyðisfjörður, Raufarhöfn
5 Ísleifur VE 63 6167 7 1109 Vestmannaeyjar, Raufarhöfn, Reyðarfjörður
6 Júpiter ÞH 61 5587 6 1312 Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar
7 Sigurður VE 15 5374 4 1415 Vestmannaeyjar
8 Beitir NK 123 5195 5 1197 Neskaupstaður, Siglufjörður
9 Grindvíkingur GK 606 4927 5 1041 Seyðisfjörður, Þórshöfn
10 Börkur NK 122 4918 5 1286 Neskaupstaður, Vopnafjörður, Raufarhöfn
11 Víkingur AK 220 4687 4 1328 Siglufjörður, Akranes
12 Jón Finnson RE 506 4029 4 1094 Siglufjörður
13 Bjarni Ólafsson AK 70 3865 4 1063 Seyðisfjörður, Siglufjörður, Siglufjörður

Þeir voru 13 og allir voru með yfir 1000 tonn í löndun, og af  þeim þá voru tvö skip sem veiddu yfir sjö þúsund tonn,  Hólmaborg SU

og Helga II RE , sem var aflahæstur með 7921 tonn í 9 löndunum ,

eins og sést þá lönduðu bátarnir töluvert víða, en þó mest á Seyðisfirði, Raufarhöfn og Siglufirði.

Nokkur systurskip eru þarna, til dæmis Helga II RE og Hákon ÞH 

sömuleiðis Bjarni Ólafsson AK og Grindvíkingur GK.

  Þá var Húnaröst RE með ansi mikla yfirburði, 6300 tonn afla og 10 landanir, og flestar landanir allra loðnubátanna á íslandi þetta tímabil

sem við skoðum 1.til 15 febrúar árið 1004.

athygli vekur að sjá neðarlega á listanum en þar er Skinney SF , sem var á loðnuveiðum, en þessi bátur var eins og kallað var hefbundinn vertíðarbátur

var á netum, trolli, og mjög mikill humarbátur, en hann stundaði líka loðnuveiðar, þó ekki oft

Júlli Dan GK sem er neðstur, var síðan lengi vel Erling KE, með skipaskrárnúmerið 233.

Eins og sést þá var landað mjög víða um landið, en þó voru nokkrir bátar sem lönduðu bara í einni höfn

til dæmis Þórhamar GK sem landaði einungis á Djúpavogi.

Húnaröst RE landaði einungis á Hornafirði.
Huginn VE landaði öllu sínu á Eskifirði, og það gerði líka Guðrún Þorkelsdóttir SU

Kap II VE, Gígja VE og Sighvatur Bjarnason VE lönduðu öllum sínum afla í Vestmannaeyjum

Húnaröst RE mynd Jón Páll Ásgeirsson


Sæti Nafn afli að 15 feb Landanir Mest Hafnir
1 Húnaröst RE 550 6326 10 739 Hornafjörður
2 Víkurberg GK 1 5433 9 645 Eskifjörður, Vopnafjörður
3 Örn KE 13 5067 8 751 Raufarhöfn, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar
4 Guðmundur VE 29 4949 7 906 Eskifjörður, Vestmannaeyjar
5 Huginn VE 55 4880 9 597 Eskifjörður
6 Albert GK 31 4548 7 708 Raufarhöfn, Eskifjörður, Seyðisfjörður
7 Guðmundur Ólafur ÓF  4321 8 619 Neskaupstaður, Seyðisfjörður
8 Þórður Jónasson EA 350 4235 7 722 Seyðisfjörður, Raufarhöfn
9 Höfrungur AK 91 4120 5 873 Þórshöfn, Akranes
10 Gígja VE 340 4014 7 724 Vestmannaeyjar
11 Háberg GK 299 3908 6 656 Grindavík, Seyðisfjörður
12 Súlan EA 300 3905 6 786 Þórshöfn, Eskifjörður
13 Kap II VE 4 3681 6 654 Vestmannaeyjar
14 Sighvatur Bjarnason VE  3614 6 682 Vestmannaeyjar
15 Keflvíkingur KE 100 3593 7 537 Seyðisfjörður, Reyðarfjörður
16 Björg Jónsdóttir ÞH 321 3413 6 616 Neskaupstaður, Vopnafjörður, Raufarhöfn
17 Svanur RE 45 3391 6 713 Vopnafjörður, Seyðisfjörður
18 Sunnuberg GK 199 3299 6 822 Grindavík, Hornafjörður, Eskifjörður
19 Bergur VE 44 3101 7 527 Seyðisfjörður, Raufarhöfn
20 Gullberg VE 292 3081 7 618 Eskifjörður, Neskaupstaður, Vestmannaeyjar
21 Faxi RE 241 2895 6 655 Þorlákshöfn, Raufarhöfn, Þórshöfn
22 Þórshamar GK 75 2828 7 412 Djúpivogur
23 Guðrún Þorkelsdóttir SU  2475 7 478 Eskifjörður
24 Dagfari ÞH 70 2118 5 505 Sandgerði, Raufarhöfn, Reyðarfjörður
25 Heimaey VE 1 1956 5 470 Vestmannaeyjar
26 Skinney SF 30 908 9 164.5 Hornafjörður
27 Júlli Dan GK 197 386 2 212 Grindavík