Loðnuveiðar. 27 norsk skip á veiðum,,2017
Loðnuveiðar hafnar hérna við landið, Vegna verkfalls þá eru það einungis norsk skip sem eru á veiðum.
þau hafa svo til öll landað afla hérna á íslandi. nema í gær 10 febrúar að þá fóru nokkur skip til Noregs með loðnufarma.
Norsku skipin sem hafa landað loðnuafla á Íslandi eru nokkuð mörg.
27 í Noregi, tilkynnt um afla
Alls hafa 27 norsk loðnuskip tilkynnt um loðnuafla til Noregs uppað samtals 13 þúsund tonnum,
12 á Íslandi
Hérna á íslandi sjálfu er búið að skrá samtals 3900 tonn af loðnu af 12 loðnuskipum,
Þessum afla hefur verið landað á þremur stöðum
Eskifjörður
1680 tonn landað á Eskifirði og þar er t.d Birkelsnd H-87-AV með 322 tonn í einni löndun,
Neskaupstaður
Á neskaupstað er skráð 402 tonn af loðnu af tveimur skipum. Gardar H-34-AV sem var með 283 tonn og Kings Bay M-22-HÖ sem er með 119 tonn,
Fáskrúðsfjörður
á Fáskrúðsfirði hefur mestu verið landað eða 1780 tonn og þar er meðal annars Fisebas SF-230-F sem er með 380 tonn í tveimur löndunum, og Eros M-29-HÖ sem er með stærstu löndunina eða 671 tonn.
Eros Mynd Claus Carlsen