Loðnuveiðar á Bjarna Ólafssyni AK


Þá er nýjasti uppsjávarlistinn kominn hérna á Aflafrettir og þar kemur í ljós að öll skipin voru á síldveiðum,


naaa. ekki alveg öll ,því að Bjarni Ólafsson AK var við loðnuleit djúpt útaf norðurlandinu og var með nót.  frekar djúpt var á loðnunni

og þar af leiðandi var erfitt að veiða hana með nót.  samkvæmt lögum þá má ekki veiða með trolli úr fyrir 14,3 gráðuna

enn Þorkel Pétursson skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK fann loðnu undir 17,3 gráðu.  

Hann nefndi það til að trollhólfið yrði stækkað til að hægt væri að veiða loðnuna eða kanna hvernig hún er .

engu að síður þá kom Bjarni Ólafsson AK með 25 tonn í land af loðnu sem veitt voru í nót.

 Aftur í tímann

Þá skulum við aðeins rifja upp hvernig þetta var þegar að loðnan var veitt sem mest hérna á árum áður,.

þá voru allar veiðar í nót og enginn trollveiði.  

þessi tími lok nóvember og desembers var iðulega frekar rólegur loðnumánuður, enn engu að síður þá veiddist loðna

til að mynd árið 1984, þá veiddust á tímabilinu frá 20 nóvember til 24 desember alls 73 þúsund tonn af loðnu og voru þetta 133 landanir 

eða um 548 tonn í löndun.  

Allt var þetta veitt í nót og ef nokkrir bátar eru skoðaðir þá var t.d einn af minni loðnubátunum  Dagfari ÞH með 1272 tonn í 4 löndun

Þórshamar GK var með 1596 tonn í 4 löndunum 

Gullberg VE sem í dag er Hrafn GK var með 2181 tonn í 4

Höfrungur AK var með 2003 tonn í 6

Víkingur AK var með 2483 tonn í 4

Skírnir AK 1614 tonn í 4 og í dag heitir þessi bátur Erling KE

Húnaröst ÁR 2085 tonn í 4

Bjarni Ólafsson AK eldri var með 1511 tonn í 4 löndunum þarna á þessu tímabili árið 1984

hérna eru svona nokkrir bátar teknir til skoðunar á þessu loðnutímabili frá 24.nóv til 24 des árið 1984 og allt veitt í nót


Bjarni Ólafsson AK mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson


Neptúnus ÞH áður Bjarni Ólafsson AK mynd Þorgrímur Aðalgeirsson