Loðnuveiðar á Dagfara ÞH árið 1981
Loðnuvertíðir undanfarin ár hafa ekki verið neitt á miðað við hvernig þessar vertíðir voru áður. fyrir það fyrsta eru verksmiðjurnar orðnar miklu færri og skipin sem eru að veiða loðnu orðin margfalt stærri.
Loðnubann var sett á árið 1982 og var það bann alveg fram ´til haustið 1983.
Loðnuvertíðin 1981 var semsé síðsta loðnuvertíðin sem var í gangi fyrir bannið.
og við skulum skoða hérna einn bát sem sem var á loðnuveiðum vertíðina 1981.
Þessi bátur hét Dagfari ÞH 70
Vertíðin hjá Dagfara ÞH byrjaði seinnipartin í janúar 1981 þegar að Dagfari ÞH landaði fyrstu löndun sinni 410 tonnum á Raufarhöfn 23.janúar.
26.janúar þá kom báturinn með 493 tonn til Seyðisfjarðar
báturinn landaði síðan tvisvar til viðbótar á Seyðisfirði alls 1001 tonnum og þar af fullfermi 507 tonn í einni löndun,
Febrúar.
ekki voru margar landanir á loðnu í Febrúar . báturinn landaði 438 tonnum á Seyðisfirði og kom síðan til Sandgerðis með 384 tonn 7.febrúar.
Mars.
þessi mánuður var ágætur. Dagfari ÞH landaði fyrst 481 tonni í Sandgerði 13 mars. kom svo þangað 2 dögum síðan með 467 tonn og síðan aftur 18 mars með 431 tonn.
287 tonn kom Dagfari ÞH með til Vestmannaeyja 20 mars
og 24 mars kom báturinn með 381 tonn til Sandgerðis.
alls gerði því vetrarvertíðin 4773 tonn af loðnu hjá Dagfara ÞH.
Um haustið þá voru ansi miklar loðnuveiðar
Dagfari ÞH hóf loðnuveiðar um miðjan október
Október.
kom með risalöndun til Sandgerðis því að báturinn landaði 521 tonni 15.október
kom með 507 tonn til Siglufjarðar 18.okt.
491 tonn til Sandgerðis 24.okt
196 tonn til Siglufjarðar 26.okt
494 tonn til Raufarhafnar 31.okt.
Október var því alls 2209 tonn,
Nóvember.
mikill flakkmánuður og báturinn landaði víða
Dagfari ÞH kom með risalöndun eða 547 tonn til Bolungarvíkur 3.nóvember
kom með aðra stóra löndun 531 tonn til Siglufjarðar 6.nóv.
502 tonn til Seyðisfjarðar 9.nóv.
426 tonn til Krossanes í Eyjafirði 13.okt
498 tonn til Neskaupstaðar 17.nóv
435 tonn til Seyðisfjarðar 24.nóv
513 tonn til Raufarhafnar 27.nóv
511 tonn til Seyðisfjarðar 29.nóv
Alls var því nóvember 3963 tonn sem er ansi gott á ekki stærri báti,
Desember.
Dagfari ÞH kom með 502 tonn til Raufarhafnar 2.des.
og kom síðan til Sandgerðis með 520 tonn. 8.desember og þar með lauk loðnuúthaldi hjá Dagfara ÞH árið 1981.
Desember því alls 1022 tonn.
Samtals var því árið 1981 tæp 12 þúsund tonn hjá Dagfara ÞH árið 1981 miðað við loðnuna.
Dagfari ÞH Mynd Guðmundur Einarsson