Loðnuveiðar byrjaðar á ný, 1983
Vertíðin 2019 var æði sérstök því að þetta var í fyrsta skiptið síðan 1983 sem enginn loðnuveiði var,
ekki þó útaf loðnubanni heldur útaf því að ekki fannst nægilega mikil loðna til þess að hægt væri að gefa út kvóta.
Árið 1982 þá var sett bann við veiðar á loðnu og stóð það bann alveg til ársinis 1983 eða seint á því ári,
þetta þýddi að þá var ansi stór og mikill floti báta sem voru á loðnuveiðum sem þurfti að finna sér önnur verkefni,
Loðnuveiðar voru leyfðar aftur undir lok nóvembers árið 1983 og fóru þá nokkuð margir bátar til veiða,
Skal hérna litið á nokkra,
Dagfari ÞH
Dagfari ÞH hóf veiðar snemma í desember og byrjaði að landa 517 tonnum á Neskaupstað.
um miðjan des kom Dagfari ÞH með 500 tonn til Sandgerðis og kom svo aftur rétt fyrir jólin með 49 tonn ,
Alls var því Dagfari ÞH með um 1100 tonn af loðnu þarna seint á árinu 1983,
Dagfari ÞH Mynd Emil Páll
Þórshamar GK
Þórshamar GK byrjaði veiðar aðeins á undan Dagfara ÞH. landaði fyrst 16 nóvember 74 tonnum á neskaupstað.
kom 3.des með 471 tonn og aftur 3 dögum seinna með 544 tonn
endaði svo í Grindavík um miðjan desember með 324 tonn.
samtals u m 1400 tonn
Þórshamar GK mynd Gunnar Þorsteinsson
Gígja RE
Gígja RE byrjaði loðnuveiðar um miðjan nóvember og kom með 473 tonn,
24.nóvember kom báturinn með 641 tonn,
snemma í des kom Gígja RE með fullfermi eða 709 tonn,
og um miðjan des kom Gígja RE með 611 tonn,
alls var því Gígja RE með 2434 tonn
Öllum þessum afla var landað í Vestmannaeyjum
Gígja RE mynd Tryggvi Sigurðsson