Loðnuveiðar, Febrúar 1994, Seinni hluti

Var að henda inn stuttri frétt um loðnuveiðar núna árið 2025


en fyrir um tveimur vikum síðan þá setti ég inn fyrri hluta yfir loðnuveiðar í febrúar árið 1994

sem sé frá 1 til 15 febrúar árið 1994

þið getið skoðað þann LISTA HÉRNA

Seinni hluti febrúar 1994
Hérna kemur seinni hlutinn af febrúar árið 1994, 

og má segja að þetta hafi verið ansi góður mánuður hjá loðnubátunum, því þeir  veiddu um 309 þúsund tonn af loðnu

í febrúar árið 1994.

og eins og áður þá skiptum við þessum lista upp í tvo hluta,  fyrri er um bátanna sem náðu yfir 1000 tonn í löndun og seinni hlutinn 

er um bátanna sem voru með undir 1000 tonn í löndun

6 bátar með yfir 10 þúsund tonn
Byrjum á bátunum sem náðu yfir 1000 tonn í löndun, en sex þeirra náðu yfir 10 þúsund tonna afla

og á lista númer eitt þá var Helga II RE aflahæstur, en á þessum lista þá var Helga II RE með 4861 tonn 

í 4 löndunum en á sama tíma þá var Hólmaborg SU með 6121 tonn í 4 og með því aflahæstur í febrúar

Sigurður VE var með 5463 tonn í 4
Jón Finnson RE 5250 tonn í 5
Hákon ÞH 5156 tonn í 6
Víkingur AK 5052 tonn í 5




Sæti Sæti áður Nafn, yfir 1000 tonn Afli Landanir Mest Hafnir
1 2 Hólmaborg SU 11 13256 9 1553 Eskifjörður, Færeyjar
2 1 Helga II RE 373 12782 13 1115 Seyðisfjörður, Raufarhöfn
3 4 Hákon ÞH 250 11384 12 1122 seyðisfjörður, Raufarhöfn
4 7 Sigurður VE 15 10837 9 1415 Vestmannaeyjar
5 6 Júpiter ÞH 61 10199 11 1312 Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar
6 3 Jón Kjartansson SU 111 10106 13 1102 eskifjörður
7 10 Börkur NK 122 9795 9 1286 Neskaupstaður, Vopnafjörður, Raufarhöfn
8 11 Víkingur AK 220 9739 9 1328 Siglufjörður, Akranes
9 8 Beitir NK 123 9659 9 1197 Neskaupstaður, Siglufjörður
10 5 Ísleifur VE 63 9465 10 1109 Vestmanneyjar, Raufarhöfn, Reyðarfjörður
11 12 Jón Finnson RE 506 9279 9 1094 Siglufjörður
12 13 Bjarni Ólafsson AK 70 8049 9 1063 Seyðisfjörður, Siglufjörður, Akranes, Bolungarvík
13 9 Grindvíkingur GK 606 6947 7 1041 Seyðisfjörður, Þórshöfn
Hólmaborg SU mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson



 Bátar með að 1000 tonn
Ef við lítum á bátanna sem náðu að 1000 tonnum afla þá gekk mjög vel hjá þeim og athygli vekur að það voru nokkrir bátar

sem voru með 10 landanir á seinni hluta í febrúar, og þar af þá  voru tveir bátar sem lönduðu ansi oft í Þorlákshöfn

Svanur RE var með 3718 tonn í 10 og Faxi RE 3351 tonn í 10, en báðir þessir bátar lönduðu litlum skömmtum því 

mest allt af því fór í frystingu

Fjórir VE bátar hæstir í seinni hlutanum af febrúar

á Lista númer 1, þá var Húnaröst RE aflahæstur, en á þennan lista þá var Húnaröst RE með  2937 tonna afla í 4 róðrum 

en á sama tíma þá var  Guðmundur VE með 5063 tonní 7 löndunum og fór með því yfir 10 þúsund tonn og þar með aflahæstur

Reyndar þá voru fjórir bátar frá Vestmannaeyjaeyjum aflahæstir í seinni hlutanum af febrúar
Sighvatur Bjarnason VE var með 4682 tonn í 7
Kap II VE 4598 tonn í 7
Gígja VE 4410 tonní 7

 Dagfari ÞH
enn það var einn bátur til viðbótar sem fór í 10 landanir, og þessi bátur var nú ekki sá burðarmesti, en engu að síður
þá náði þessi bátur að verða fimmti hæsti báturinn í seinni hlutanum af Febrúar

og var þetta báturinn Dagfari ÞH 70, sem var með 4199 tonn í 10 löndunum sem öllu var landað í Sandgerði

enn þessi bátur hafði mjög litla burðargetu samanborið við hina bátanna sem voru með meiri afla enn Dagfari ÞH

í seinni hlutanum af febrúar, á meðan Sighvatur Bjarnason VE , Kap II VE, Gígja VE og Guðmundur VE voru með fullfermi 

um og yfir 700 tonn, þá var fullfermi hjá Dagfara ÞH rétt um 520 tonn


Sæti Sæti áður Nafn, að 1000 tonnum Afli Landanir Mest Hafnir
1 4 Guðmundur VE 29 10012 14 906 Eskifjörður, Vestmannaeyjar
2 1 Húnaröst RE 550 9263 14 739 Hornafjörður
3 2 Víkurberg GK 1 8468 9 645 Eskifjörður, Vopnafjörður
4 10 Gígja VE 340 8424 15 724 Vestmannaeyjar
5 14 Sighvatur Bjarnason VE 8296 13 682 vestmannaeyjar
6 13 Kap II VE 4 8279 14 654 vestmannaeyjar
7 11 Háberg GK 299 8070 13 656 Grindavík, Seyðisfjörður
8 3 Örn KE 13 7994 12 751 Raufarhöfn, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar
9 9 Höfrungur AK 91 7921 10 873 Þórshöfn, Akranes, Bolungarvík
10 12 Súlan EA 300 7488 11 786 Þórshöfn, Eskifjörður
11 6 Albert GK 31 7391 11 708 Raufarhöfn, Eskifjörður, Seyðisfjörður
12 7 Guðmundur Ólafur ÓF 7348 13 619 Neskaupstaður, Seyðisfjörður
13 17 Svanur RE 45 7109 16 713 Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Þorlákshöfn
14 18 Sunnuberg GK 199 7101 14 822 Grindavík, Hornafjörður, Eskifjörður
15 5 Huginn VE 55 6848 13 597 Eskifjörður, Vestmannaeyjar
16 15 Keflvíkingur KE 100 6712 17 537 Sandgerði,Seyðisfjörður, Reyðarfjörður
17 24 Dagfari ÞH 70 6317 15 505 Sandgerði, Raufarhöfn, Reyðarfjörður
18 21 Faxi RE 241 6246 16 655 Þorlákshöfn, Raufarhöfn, Þórshöfn
19 16 Björg Jónsdóttir ÞH 321 5805 11 616 Neskaupstaður, Vopnafjörður, Raufarhöfn
20 8 Þórður Jónasson EA 350 5553 9 722 SEyðisfjörður, Raufarhöfn
21 20 Gullberg VE 292 5175 12 618 Eskifjörður, Neskaupstaður, Vestmannaeyjar
22 19 Bergur VE 44 5150 11 527 Seyðisfjörður, Raufarhöfn
23 23 Guðrún Þorkelsdóttir SU 4921 11 478 eskifjörður
24 22 Þórshamar GK 75 4832 13 412 Sandgerði,Djúpivogur
25 25 Heimaey VE 1 4761 13 470 vestmannaeyjar
26 27 Júlli Dan GK 197 1260 9 212 Grindavík
27 26 Skinney SF 30 1245 12 164.5 Hornafjörður



Dagfari ÞH mynd Emil Páll

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss