Loðnuvertíð 1996. 1.2 milljón tonn.
Núna er loðnuvertíðinn kominn í fullan gang. eða er það svo.
Núna eru um 50 norsk loðnuskip og nokkur skip frá Færeyjum á loðnuveiðum enn íslenski flotinn liggur við bryggjur. bæði vegna brælu og líka vegna þess að skipin hafa ekki verið á veiðum það sem að er febrúar. beðið er eftir meiri hrognafyllingu í loðnunni.
Kvótinn í ár er 285.000 tonn og fá Norðmenn og Færeysk skip einhvern hluta af þessum kvóta til veiða.
Það þarf ekki að fara nema 22 ár aftur í tímann til þess að að finna gríðarlega stóra loðnuvertíð
Loðnuvertíðin 1996 var með þeim stærri,
enn þá var landað alls 1,2 milljón tonnum af loðnu og var þeirri loðnu landað á 23 höfnum víða um landið,
Það er nokkuð athyglisvert að núna 22 árum síðan árið 2018 er loðnu einungis landað á 9 stöðum.
Vestmannaeyjum
Seyðisfirði
Eskifirði
Neskaupstað
Þórshöfn
Vopnafirði
Fáskrúðsfirði
Hornafirði
Helguvík
Þetta er mikil breyting frá því sem áður var því eins og sést á listanum þá árið 1996 þá var landað t.d 120 þúsund tonnum á Siglufirði, enn engri loðnu núna.
Grindaík 74 þúsund tonn, enn engu núna
Krossanes við Akureyri 60 þúsund tonn enn engum afla núna
Það má geta þess að ég er með lista yfir öll loðnuskipin og ætla að vinna í því og birta á Aflafrettir loðnulista árið 1996 til að leyfa ykkur að sjá hvernig skipin voru að fiska loðnu árið 1996.
Sæti | Nafn | Afli |
1 | Vestmannaeyjar | 147003 |
2 | Siglufjörður | 120588 |
3 | Seyðisfjörður | 119229 |
4 | Eskifjörður | 104594 |
5 | Neskaupstaður | 100934 |
6 | Þórshöfn | 78104 |
7 | Grindavík | 74432 |
8 | Akranes | 60239 |
9 | Krossanes | 60211 |
10 | Fáskrúðsfjörður | 59809 |
11 | Raufarhöfn | 55269 |
12 | Reyðarfjörður | 44553 |
13 | Þorlákshöfn | 39263 |
14 | Vopnafjörður | 38711 |
15 | Hornafjörður | 37306 |
16 | Bolungarvík | 32627 |
17 | Sandgerði | 15574 |
18 | Helguvík | 15393 |
19 | Ólafsfjörður | 9867 |
20 | Djúpivogur | 8102 |
21 | Reykjavík | 3337 |
22 | Hafnarfjörður | 721 |
23 | Ólafsvík | 13,5 |
Guðmundur VE mynd Gísli Aðalsteinn Jónsson. ÞEssi bátur er Sturla GK í dag