Lokadagur vetrarvertíðarinnar 2019.
Já hann er í dag. 11.maí.
Það var lengi vel á dagatali landsmanna þessi dagur.
11.maí sem lokadagurinn, og var þetta oft á tíðum mikil spenna í loftinu um hver yrði aflahæstur í sínum flokki og yfir landið,
þetta er aðeins breytt í dag því kvótinn stjórnar ansi miklu,
enn þó er það nú þannig að sjómenn fylgjast mjög vel með aflanum og miðað við listanna sem á síðunni eru þá er mikil eftirspurn eftir því að geta
fylgst með st0ðu batánna,
Lokadagurinn. já það þýðir nú að ég mun fara að hella mér í það að klára að skrifa vertíðaruppgjörið,
ég er búinn að taka saman vertíðina árið 1969 og er hún klár, og sú vertíð er ansi rosaleg,
nú þarf ég bar aað taka saman vertíðina 2019,
Partí í Sandgerði
og eitt að lokum
eitt besta íþróttafélag landsins, Reynir Sandgerði er að halda Vertíðarball með mat, og fleira og veislustjóri verður Hjörvar Hafliða
sem er sonur Hafliða Þórssonar sem rak loðnuverksmiðjuna í mörg ár ásamt því að gera út , t.d Sjávarborg GK, Dagfara ÞH, Blika ÞH, Ægir Jóhannsson ÞH og Þór Pétursson GK,
það er stutt í að þetta fjör byrji hjá Reynismönnum en þessi gleði fer fram í íþróttahúsinu í Sandgerði
Ég mun svo láta ykkur vita þegar að vertíðaruppgjörið er klárt
Þór Pétursson ÞH mynd Tryggv Sigurðsson