Lokadagurinn 11.maí. samtals 600 tonna viðmið.

Samkvæmt fornu dagatali þá er 11.maí  lokadagurinn,


Lokadagur vetrarvertíðarinnar árið 2022,

Reyndar þá er þessi dagur svo til ekkert eins og hann var hérna áður fyrr, 

þá var oft mikil stemming í kringum þennan dag 11.maí og áhafnir báta kepptust um að vera aflahæstir

í gegnum tíðina þá hefur þetta breyst, og þessi dagur er svo til horfin öllum , og er ekki einu sinni á dagatali lengur,

Engu að síður þá hef ég haldið utan um vertíðir eins langt aftur í tímann og hef fundið tölur um,

ná vertíðir alveg aftur til 1940,

til þess að fá samanburð þá var þurfti ég að finna einhverja tölu sem ég gat haft sem viðmið 

og niðurstaðann var að hafa 400 tonn.  sem þýðir að ef bátur nær yfir 400 tonna afla þá kemst hann á lista

seinna meira þá setti ég 200 tonna viðmið við smábátanna,

Þessi 400 tonn er nú fyrir marga báta ansi torvelt  að ná,

En þetta þýðir að núna hefst vinnan við Vertíðaruppgjörið árið 2022, og árið 1972.

ég er búinn að fara yfir árið 1972, og taka saman alla þá báta sem yfir 400 tonn náðu, líka togaranna

og líka loðnubátanna.

Reyndar er nokkuð merkilegt með togaranna árið 1972, að þar eru fyrstu togarnir sem voru með skutrennu, innan um síðutogarnna,

t.d Hólmatindur SU,  Gullver NS og Barði NK.

Nokkrir bátar voru að veiða á vertíðinni 2022, og þeir voru líka að veiða á vertíðinni 1972, og einn af þeim var Maron GK.  


Maron GK mynd Gísli Reynisson